Ákveðnar kirkjur safngripir Þjóðminjasafns

Kirkjan í Mjóafirði.
Kirkjan í Mjóafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er ekki ýkja hrifin af tillögu Viðskiptaráðs um að ríkið selji við vægu eða engu verði 22 kirkjur til þjóðkirkjunnar, sem aðallega eru á norðanverðu landinu og Vestfjörðum.

„Allar kirkjur á Íslandi, sem eru eldri en hundrað ára, eru friðaðar, þannig að það má vitanlega ekki gera hvað sem er við þær. Ýmsar kirkjur eru á friðlýsingarskrá og nokkrar kirkjur eru í Húsasafni Þjóðminjasafni og heyra þannig undir Þjóðminjasafnið og eru einfaldlega safngripir þess,“ segir Kristín Huld í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er elsta kirkjan sem Viðskiptaráð vill að ríkið selji Grafarkirkja á Höfðaströnd, en hún er að stofni til frá árinu 1680. Næstelsta kirkjan er Hóladómkirkja, sem reist var á árunum 1757 til 1763. Flestar kirkjurnar eru frá öndverðri 19. öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert