Mótmæltu fóstureyðingum

Frá mótmælunum gegn fóstureyðingum.
Frá mótmælunum gegn fóstureyðingum. AFP

Að minnsta kosti 500 þúsund manns komu saman í Washington í Bandaríkjunum til að mótmæla fóstureyðingum. Samtökin Pro-life standa að mótmælunum og hafa gert á þessum tíma síðustu ár. Flestir mótmælendur styðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, enda hefur hann gefið út að hann styðji baráttu þeirra.  BBC greinir frá

Í fyrsta skipti veitti fulltrúi Hvíta hússins mótmælendunum áheyrn en Kellyanne Conway, helsti ráðgjafi Trumps, sagði við mannfjöldann: „Trump styður baráttu ykkar.“ 

Hjúkrunarfræðingurinn Joi Hulecki sagði um þær konur sem fara í fóstureyðingu: „Við dæmum þær ekki. Við viljum bara hjálpa þeim.“

Jeanne Mancini, framkvæmdastjóri mótmælanna, fullyrti að 58 milljónir fóstureyðinga hefðu átt sér stað í Bandaríkjunum frá því að lög um fóstureyðingu voru samþykkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert