Hagsmunir dómara til Mannréttindadómstólsins

Sakborningar í Al Thani-málinu. Efri röð: Sigurður Einarsson og Hreiðar …
Sakborningar í Al Thani-málinu. Efri röð: Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Neðri röð: Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. Photo: Kristinn

Sakborningarnir í Al Thani-málinu hafa sent Mannréttindadómstóli Evrópu kvörtun vegna fjármálaumsvifa dómara við Hæstarétt Íslands. Mannréttindadómstóllinn hefur sent íslenskum stjórnvöldum erindi þar sem óskað er svara í tengslum við málið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fram kemur að dómstóllinn hafi svarað fjórmenningunum 11. janúar, en þeir hlutu þunga dóma í málinu. Þar komi fram að afrit af greinargerðinni hafi verið send íslenskum stjórnvöldum og þau beðin að svara eigi síðar en 9. febrúar.

Mannréttindadómstóll Evrópu krafði í fyrra íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum um Al Thani-málið svokallaða. Spurningarnar varða málsmeðferðina sem sakborningarnir voru ósáttir við og kærðu þeir hana til Mannréttindadómstólsins skömmu eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í febrúar árið 2015. Mannréttindadómstóllinn hefur ekki enn ákveðið hvort hann taki málið formlega fyrir eða vísi því frá, að því er fram kemur í frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert