Milli 10 og 12 þúsund í göngunni

Fólk kom saman við Laugaveg 31 þar sem Birna sást …
Fólk kom saman við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á lífi og þar var kveikt á kertum til að minnast hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Milli 10 og 12 þúsund manns tóku þátt í göngu til minningar um Birnu Brjánsdóttur í gærdag. Þetta segir Hannes Þór Guðmundsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Gangan fór mjög vel fram.

Hannes segist ekki vita til þess að jafn fjölmenn ganga hafi verið síðustu ár í miðborginni fyrir utan Gleðigönguna.   

Frétt mbl.is: Mín­útuþögn á Arn­ar­hóli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert