Villt dýralíf heillar

Skarfur að næla sér í æti.
Skarfur að næla sér í æti. Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson

Skarfurinn hafði betur í viðureign sinni við bráð sína í Elliðavatni á fimmtudag eins myndir Hannesar Þorsteinssonar sýna. Einstaklega fallegt veður, frost, snjór og falleg birta fangaði athygli Hannesar þennan daginn. Upphaflega ætlaði hann að taka myndir af fjöllunum og himninum við Elliðavatn en mikill atgangur í skarfinum vakti skyndilega athygli hans. Þar gæddi skarfurinn sér á dýrindisfiski í vetrarkyrrðinni. 

Náttúran og villt dýralíf eru helstu viðfangsefni Hannesar en hrafninn er í sérlegu uppáhaldi hjá honum. Þess má geta að hann er tiltölulega nýbyrjaður að taka myndir. Hann byrjaði eins og margir að taka myndir á snjallsímann sinn. Í fyrra lét hann verða af því að kaupa sér flotta myndavél, eftir það er ekki aftur snúið. 

Tíminn fljótur að líða 

„Klukkutímarnir eru mjög fljótir að fara,“ segir Hannes sem er duglegur að nýta lausar stundir við að taka myndir. Hann fer helst í náttúruna í kringum Reykjavík, Elliðavatn, Rauðavatn og út á Álftanes. Hannes hefur lært mikið um ljósmyndun með hjálp netsins sem hann bendir á að sé hafsjór af upplýsingum. Hann er einnig duglegur að sækja ráðstefnur um ljósmyndun. „Eini gallinn við þetta er að þegar maður byrjar vill maður alltaf ná sér í betri og dýrari græjur,“ segir hann og hlær. 

Vel bar í veiði hjá þessum skarfi.
Vel bar í veiði hjá þessum skarfi. Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson
Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson
Mikill atgangur fangaði athygli Hannesar.
Mikill atgangur fangaði athygli Hannesar. Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert