Fluttur frá borði á síðustu stundu

Meisam Rafiei er einn helsti taekwondomaður Íslendinga.
Meisam Rafiei er einn helsti taekwondomaður Íslendinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenskum landsliðsmanni í taekwondo var í dag meinað að fljúga til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um tímabundið bann við ferðalögum fólks frá Sýr­landi, Írak, Íran, Jemen, Líb­ýu, Sómal­íu og Súd­an.

Frétt mbl.is: Fær ekki að fara til Bandaríkjanna

Meisam Rafiei er íslenskur ríkisborgari en hann fæddist í Íran og er einnig með ríkisborgararétt þar í landi. Meisam hefur margsinnis keppt á stórmótum í taekwondo fyrir hönd Íslands, meðal annars á heims- og Evrópumeistaramótum. Meisam varð meðal annars Norðurlandameistari árið 2016 og heimsmeistari unglinga árið 2002. 

Frétt mbl.is: Meisam Evrópumeistari fyrir hönd HR

Í samtali við mbl.is segir Meisam að hann hafi ákveðið að fara á US Open-mótið í taekwondo ásamt öðrum íslenskum keppendum. 

„Hluti af liðinu fór fyrr en við vorum þrjú sem áttum miða í dag. Ég bókaði flugið og fleira áður en þessi tilskipun varð að veruleika. Fyrir viku síðan gerist þetta svo og að sjálfsögðu var ég stressaður yfir því, ég vissi alveg að þetta myndi hafa áhrif á mig út af bakgrunni mínum.“

Meisam vann til silf­ur­verðlauna á Há­skóla­leik­um Evr­ópu í Króatíu í ...
Meisam vann til silf­ur­verðlauna á Há­skóla­leik­um Evr­ópu í Króatíu í júlí 2016. Hann varð Evr­ópu­meist­ari fyr­ir hönd HR í nóvember 2015.

Formaður Taekwondosambands Íslands hafði samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi fyrir hönd Meisams og spurðist fyrir um hvort tilskipunin gæti haft áhrif á ferðalagið. Að sögn Meisam fékk hann þau svör að Meisam væri frjálst að fljúga til Bandaríkjanna en að honum gæti verið meinaður aðgangur og hann jafnvel handtekinn við komuna. Því var honum ráðlagt að láta ekki verða af ferðinni.

Frétt mbl.is: Meisam fékk silfur á Evrópuleikunum

Formaður sambandsins hélt þó áfram að athuga stöðuna og reyna að tryggja að Meisam kæmist leiðar sinnar til Las Vegas þar sem mótið fer fram.

„Þegar vinir mínir voru að fara út á flugvöll varð ég mjög leiður. Ég ákvað að láta bara verða af þessu. Hvers vegna ekki? Ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir þetta mót.“

Við innritun á Keflavíkurflugvelli ákváðu starfsmenn WOW air að athuga hvort Meisam fengi að fara inn í Bandaríkin. Í ljós kom að vegna þess að Meisam er með íslenskt vegabréf væri það hægt. Meisam fékk því brottfararspjald í hendurnar og bæði starfsfólk WOW air og hann sjálfur voru ánægð með niðurstöðuna.

Meisam Rafiei á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa verið vísað frá ...
Meisam Rafiei á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa verið vísað frá borði. Skjáskot af Facebook

Látinn fara frá borði

„Ég var mjög glaður með þetta. Svo fórum við um borð í flugvélina og vorum sest niður. Það var fullt af fólki í vélinni og svo kemur starfsmaður og biður um að sjá vegabréfið mitt. Þá var mér sagt að ég mætti ekki fara og ég beðinn um að fara úr vélinni,“ segir Meisam.

Í millitíðinni höfðu bandarísk yfirvöld haft samband við WOW air og sagt að ekki væri heim­ilt að flytja um­rædd­an farþega til lands­ins. Meisam þótti leiðinlegt að vera beðinn um að fara frá borði fyrir framan aðra farþega, enda liti það út eins og hann hefði gert eitthvað af sér.

„Ég var mjög reiður og mér leið illa að vera tekinn frá borði fyrir framan alla. Fólk hélt kannski að ég hefði gert eitthvað slæmt en ég ætlaði bara að keppa í íþróttum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

Í gær, 23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

Í gær, 22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

Í gær, 21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

Í gær, 21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

Í gær, 19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

Í gær, 19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

Í gær, 19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

Í gær, 18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

Í gær, 17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

Í gær, 16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

Í gær, 16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

Í gær, 15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

Í gær, 14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

Í gær, 13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

Í gær, 11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

Í gær, 11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

Í gær, 11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

Í gær, 11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

Í gær, 11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...