Fluttur frá borði á síðustu stundu

Meisam Rafiei er einn helsti taekwondomaður Íslendinga.
Meisam Rafiei er einn helsti taekwondomaður Íslendinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenskum landsliðsmanni í taekwondo var í dag meinað að fljúga til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um tímabundið bann við ferðalögum fólks frá Sýr­landi, Írak, Íran, Jemen, Líb­ýu, Sómal­íu og Súd­an.

Frétt mbl.is: Fær ekki að fara til Bandaríkjanna

Meisam Rafiei er íslenskur ríkisborgari en hann fæddist í Íran og er einnig með ríkisborgararétt þar í landi. Meisam hefur margsinnis keppt á stórmótum í taekwondo fyrir hönd Íslands, meðal annars á heims- og Evrópumeistaramótum. Meisam varð meðal annars Norðurlandameistari árið 2016 og heimsmeistari unglinga árið 2002. 

Frétt mbl.is: Meisam Evrópumeistari fyrir hönd HR

Í samtali við mbl.is segir Meisam að hann hafi ákveðið að fara á US Open-mótið í taekwondo ásamt öðrum íslenskum keppendum. 

„Hluti af liðinu fór fyrr en við vorum þrjú sem áttum miða í dag. Ég bókaði flugið og fleira áður en þessi tilskipun varð að veruleika. Fyrir viku síðan gerist þetta svo og að sjálfsögðu var ég stressaður yfir því, ég vissi alveg að þetta myndi hafa áhrif á mig út af bakgrunni mínum.“

Meisam vann til silf­ur­verðlauna á Há­skóla­leik­um Evr­ópu í Króatíu í ...
Meisam vann til silf­ur­verðlauna á Há­skóla­leik­um Evr­ópu í Króatíu í júlí 2016. Hann varð Evr­ópu­meist­ari fyr­ir hönd HR í nóvember 2015.

Formaður Taekwondosambands Íslands hafði samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi fyrir hönd Meisams og spurðist fyrir um hvort tilskipunin gæti haft áhrif á ferðalagið. Að sögn Meisam fékk hann þau svör að Meisam væri frjálst að fljúga til Bandaríkjanna en að honum gæti verið meinaður aðgangur og hann jafnvel handtekinn við komuna. Því var honum ráðlagt að láta ekki verða af ferðinni.

Frétt mbl.is: Meisam fékk silfur á Evrópuleikunum

Formaður sambandsins hélt þó áfram að athuga stöðuna og reyna að tryggja að Meisam kæmist leiðar sinnar til Las Vegas þar sem mótið fer fram.

„Þegar vinir mínir voru að fara út á flugvöll varð ég mjög leiður. Ég ákvað að láta bara verða af þessu. Hvers vegna ekki? Ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir þetta mót.“

Við innritun á Keflavíkurflugvelli ákváðu starfsmenn WOW air að athuga hvort Meisam fengi að fara inn í Bandaríkin. Í ljós kom að vegna þess að Meisam er með íslenskt vegabréf væri það hægt. Meisam fékk því brottfararspjald í hendurnar og bæði starfsfólk WOW air og hann sjálfur voru ánægð með niðurstöðuna.

Meisam Rafiei á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa verið vísað frá ...
Meisam Rafiei á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa verið vísað frá borði. Skjáskot af Facebook

Látinn fara frá borði

„Ég var mjög glaður með þetta. Svo fórum við um borð í flugvélina og vorum sest niður. Það var fullt af fólki í vélinni og svo kemur starfsmaður og biður um að sjá vegabréfið mitt. Þá var mér sagt að ég mætti ekki fara og ég beðinn um að fara úr vélinni,“ segir Meisam.

Í millitíðinni höfðu bandarísk yfirvöld haft samband við WOW air og sagt að ekki væri heim­ilt að flytja um­rædd­an farþega til lands­ins. Meisam þótti leiðinlegt að vera beðinn um að fara frá borði fyrir framan aðra farþega, enda liti það út eins og hann hefði gert eitthvað af sér.

„Ég var mjög reiður og mér leið illa að vera tekinn frá borði fyrir framan alla. Fólk hélt kannski að ég hefði gert eitthvað slæmt en ég ætlaði bara að keppa í íþróttum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

12:04 Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Meira »

Sýni ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum

11:58 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vegna breytinga á hagspá milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga þurfi að stilla af einstaka liði, m.a til að sýna ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum. Stjórnvöld séu þó að auka heildarútgjöld um 4,6% af u.þ.b. 900 milljörðum í fjárlögum ársins 2019. Meira »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Flygill
Til sölu fallegur og vel með farinn Yamaha flygill. Hljóðfærið er C-týpa, ca. 40...