Vilja leyfa dýrin í strætó í eitt ár

Dýr eru ekki leyfð í strætisvögnum Strætó. Starfshópur sem vann ...
Dýr eru ekki leyfð í strætisvögnum Strætó. Starfshópur sem vann greiningu á því hvort leyfa eigi gæludýr í strætó hefur mælt með því við stjórn Strætó að það verði leyft í eitt ár. mbl.is/Gunnar Dofri

Það hefur engin viðbótar áhrif á þá sem eru með hunda- eða kattaofnæmi verði gæludýrum leyft að ferðast með strætó. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kynningu Hallgerðar Hauksdóttur formanns Dýraverndarsambands Íslands, á málþingi um gæludýrahald sem haldið verður síðdegis í dag.

Sérstakur starfshópur var skipaður á vegum stjórnar Strætó bs. síðasta sumar, sem fékk það hlutverk að vinna greiningu á því hvort leyfa eigi gæludýr í strætisvögnum á Íslandi. Greiningarvinnan leiddi margt athyglisvert í ljós að sögn Hallgerðar.

Leyft vandkvæðalaust í nágrannalöndunum

„Það sem kom mér mest á óvart í niðurstöðunum er að gæludýr eru leyfð í almenningssamgöngum í öllum þeim löndum sem að við skoðuðum,“ segir Hallgerður og nefnir þar sem dæmi Norðurlöndin, Þýskaland og Bretland. Fyrirspurnir voru sendar á forsvarsmenn helstu strætisvagna- og lestafyrirtækja í þeim löndum sem skoðuð voru og undantekningalítið fengust þau svör að ekkert hefði komið upp á.  „Þannig  að það er bara kominn tími til að skoða þetta hér.“

Frétt mbl.is: Vilja taka gæludýrin með í strætisvagna

Í starfshópinum voru fulltrúar frá farþegaþjónustu,vagnstjórum og þvottastöð Strætó, Hollvinasamtökum Strætó, Kattavinafélagi Íslands og Hundaræktarfélagi Íslands, frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands, Dýraverndarsambandi Íslands og frá Félagi ábyrgra hundaeigenda.  

„Þetta var mjög stór hópur og við skoðuðum íslenskt lagaumhverfi og hvernig málum er háttað erlendis,“ segir Hallgerður. Hópurinn hafi þannig skoðað hvaða vandkvæði gætu komið upp og hvernig væri hægt að leysa þau. „Þetta var skoðað frá öllum hliðum.“  

40% heimila með gæludýr

Hallgerður bætir við að ekki sé eingöngu um að ræða hvort leyfa eigi hunda í strætó, heldur öll þau gæludýr sem lögleg séu á Íslandi,. Um 40% íslenskra heimila eru með gæludýr og getur verið mjög hamlandi fyrir þá sem ekki eiga bíl að geta ekki farið með dýr sín í strætó, til að mynda til dýralæknis.

Spurð hvort einhverjir hafi haft áhyggjur af því að leyfa dýr í strætó, segir hún vagnstjóra hafa vakið spurn á því hvort dýrunum fylgdi álag fyrir bílstjóra og þá hafi astma- og ofnæmissamtökin haft efasemdir um áhrifin á sitt fólk. Vinna starfshópsins gefi hins vegar til kynna að ekkert bendi til að þessum nýju farþegum myndu fylgja aukin ofnæmisviðbrögð.

Ofnæmisvakinn þegar í vagninum

„Það var skoðað ofan í kjölinn. Það eru enginn þekkt tilfelli um dauðsföll af völdum hunda- eða kattaofnæmis,“ segir Hallgerður. „Í raun eru ofnæmisvakarnir nú þegar fyrir hendi í strætó. Þannig að  sá sem er með ofnæmi finnur fyrir jafn miklum ofnæmiseinkennum af manneskju sem á hund eða kött og kemur í strætó eins og af dýrinu sjálfu,“ útskýrir hún. Eina undantekningin á þessu væri ef viðkomandi væri ofan í dýrinu. „Þannig að raun væri þetta ekki aukin ofnæmisvaki.“

 Niðurstaða starfshópsins hafi því verið að benda á mögulega útfærslu, sem fælist í því að dýrin ferðuðust alltaf aftast í vagninum. Þá væru  fremstu sætaraðir í hverjum vagni fráteknar fyrir fólk með ofnæmi og að þar ættu þeir sem eigi dýr ekki að setjast.  

„Hópurinn kom því með tillögu til stjórnar Strætó um að reyna þetta í eitt ár í tilraunaskyni og við bíðum spennt eftir svari frá Strætó,“ sagði Hallgerður.

Málþing um gæludýr er haldið í húsakynnum Dýraverndarsambandsins á Grensásvegi 12A milli kl. 17-19 í dag. Það er öllum opið.   

mbl.is

Innlent »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...