Verði hvatt til að tilkynna ofnæmiseinkenni

Dýr eru ekki leyfð í strætisvögnum Strætó. Verði breyting þar ...
Dýr eru ekki leyfð í strætisvögnum Strætó. Verði breyting þar á vill ofnæmislæknir að fólk verði hvatt til að láta vita finni það fyrir ofnæmiseinkennum. mbl.is/Gunnar Dofri

Verði gæludýrum leyft að ferðast með strætisvögnum í tilraunaskyni í eitt ár, þá verður að hvetja þá sem finna fyrir ofnæmiseinkennum vegna þessara ferfættu ferðafélaga til að láta vita ef þeir finna fyrir ofnæmiseinkennum, segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir hjá Læknasetrinu.

Mbl.is greindi frá því í gær að Strætó bs. sé nú með til skoðunar tillögu starfshóps um að gæludýrum verði leyft að ferðast með strætó í ár í tilraunaskyni.

Frétt mbl.is: Vilja leyfa dýrin í strætó í eitt ár

„Það verður að gera ráð fyrir að þetta valdi einhverjum óþægindum en ég get ómögulega sagt hversu miklum,“ segir Davíð og ítrekar að hann byggi ekki skoðanir sínar á rannsóknum á notkun gæludýra á almenningssamgöngum. „Ég veit vel að dýrum er leyft að ferðast með almenningssamgöngum víða, t.d. á Norðurlöndunum,“ segir hann og kveðst telja að víða erlendis sé um svo gamlan sið að ræða að málið hafi aldrei komið til umræðu.

Ofnæmiseinkenni vegna katta verri en vegna hunda

Dýraofnæmi er töluvert algengt að sögn Davíðs, sem segir á bilinu 10-12% af ungu fólki vera með kattarofnæmi. Tíðnin sé aðeins lægri varðandi hundaofnæmi, þar sé talan á bilinu 8-10% og þá séu ofnæmiseinkenni vegna katta verri en vegna hunda.

Fram kom í samtali mbl.is við Hallgerði Hauksdóttur, formanns Dýraverndarsambands Íslands að ofnæmisvakinn sé nú þegar til staðar í strætó í formi dýraeigandans sem ferðist með vagninum. Davíð segir vissulega rétt að það geti valdið ofnæmiseinkennum að sitja við hlið dýraeigenda. „En það dettur náttúrulega engum í hug að banna dýraeigendum að umgangast annað fólk,“ segir hann.  

Dæmi um viðbrögð við mannlegum ofnæmisvökum sé þó að finna í skólum og leikskólum þar sem leikskólakennari með slæmt ofnæmi geti t.d. fundið fyrir einkennum frá barni sem kemur frá heimili þar sem er köttur.

Best ef dýrin gætu farið inn að aftan

Hann telur þó að köttur sem ferðist í búri í strætó sé ólíklegur til að valda miklum ofnæmiseinkennum sitji hann ekki í fanginu á viðkomandi. Þá séu ofnæmisviðbrögð við hundum minni, en engu að síður sé hægt að sá fyrir sér að væri komið inn í strætó með stórann hund í rigningu að þá gæti slíkt valdið viðbrögðum hjá þeim sem eru viðkvæmir. „Við vitum að hundur byrjar á að hrista sig þegar hann kemur inn í skjól.  Við það þeytir hann bleytunni af sér út um stórt svæði og það er útilokað annað en að slíkt gæti valdið ofnæmi,“ segir Davíð.

Starfshópurinn kom með þá tillögu að dýrum yrði gert að vera aftast í vagninum og að sæti fremst í vagninum væru frátekin fyrir ofnæmisfólk. Þau sæti ættu dýraeigendur ekki að setjast í, óháð því hvort að dýrin væru með í för.  Davíð segir slíkt vissulega hjálpa. „Best væri þó að dýrin gætu farið inn í vagninn að aftanverðu og það á ekki hvað síst við í rigningu þegar að stórir hundar væru að koma inn í vagninn.“

Lengd ferðar skiptir máli

Hunda- og kattaofnæmi telst bráðofnæmi, þar sem ofnæmiseinkenni koma fram á nokkrum mínútum. Ofnæmisviðbrögð eru þó mismikil og er allt frá því að vera á frekar vægu stigi og yfir í að vera mjög sterk, en að sögn Davíðs eru þó fæstir með ofnæmi á það háu stigi.

Einkenni geta verið hvimleið og valdið óþægindum, þó ekki sé um lífshættulegt ofnæmi að ræða líkt og í tilfelli vissra matartegunda. Fyrstu einkenni eru hnerri og kláði í nefi og augum, en geta farið yfir andþyngsli og gæti jafnvel astmakast fyrir þann sem er með ofnæmi á háu stigi. Davíð segir lengd ferðar vissulega hafa áhrif í þessu sambandi.  

„Það má gera ráð fyrir að það séu tiltölulega fáir sem fái slík einkenni, en það er alls ekki hægt að útiloka það,“ segir hann.

„Þess vegna held ég að það sé mikilvægt að ef þetta á að vera raunveruleg tilraun í eitt ár eins og um er talað, að þá séu þeir sem finna fyrir einkennum hvattir til að láta vita.“

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greiningar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...