Brottvísun stefnir Amír í hættu

Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar.
Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. AFP

Samtökin ’78, regnhlífarsamtök hinsegin fólks á Íslandi og Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, skora á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingu sína um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda, sem búa við fjölþætta mismunun vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna, samkvæmt fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent til fjölmiðla.

Á Íslandi séu dæmi um að hælisleitendur fái úrskurð þess efnis að heimaland þeirra tryggi öryggi hinsegin fólks og því fái þeir ekki hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar, jafnvel þegar lífsreynsla þeirra og opinberar skýrslur leiða hið gagnstæða í ljós, segir í tilkynningunni. 

„Eitt skýrasta dæmið um þetta er Amír Shokrgozar, samkynhneigður íranskur hælisleitandi, sem varð fyrir hópnauðgun í flóttamannabúðum á Ítalíu. Hann hefur nú verið handtekinn og bíður þess að vera sendur þangað þrátt fyrir að brottvísunin stefni honum í alvarlega hættu á ofsóknum og ómannúðlegri meðferð. Þetta er þvert á þau viðmið sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér, m.a. í nýjum lögum um útlendinga frá 2016,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert