Félag til uppbyggingar ferðamannastaða

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og ...
Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og Verkís. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt fyrirtæki var kynnt í dag undir nafninu Sannir landvættir, en það hyggst bjóða landeigendum ferðamannastaða að stofna með þeim rekstrarfélög utan um uppbyggingu og rekstur samhliða gjaldtöku fyrir þjónustu á viðkomandi ferðamannastöðum. Felur það meðal annars í sér uppbyggingu á bílastæðum, salernum, göngustígum, útsýnispalla, sorpþjónustu og starfsmannaþjónustu hjá stærri stöðum. Þá hefur félagið samið við Íslandsbanka um að vera bakhjarl verkefnisins og mun hann fjármagna þau verkefni sem ráðist verður í. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldinn var í húsnæði Verkís í dag.

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, segir að uppbygging ferðamannastaða sé nauðsynleg með fjölgun ferðamanna og þar skipti innviðir eins og bílastæði, salerni og fleira mestu máli. Segir hann engu máli skipta hvort landeigendur séu einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkið, það verði hægt að vinna með öllum sem hafi áhuga.

Rukka fyrir þjónustu en ekki náttúruna

Segir hann að fyrirtækið muni skoða öll mál sem berist og ef grundvöllur sé fyrir að fara í uppbyggingu með gjaldtöku sé stofnað sérstakt rekstrarfélag með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Þá muni starfsmenn Sannra landvætta koma að aðal- og deiliskipulagsvinnu, sé hennar þörf og allri hönnunarvinnu. Arnór segir að menn muni reyna að átta sig á hversu mikil þörf sé fyrir uppbygginguna og haga henni í samræmi við spár um fjölda ferðamanna.

Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur ...
Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur þjónustu eins og salerni og bílastæði. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir að rekstrarfélagið muni sjá um fjármögnun verkefnisins í gegnum Íslandsbanka og ef verkefnið sé stórt þá muni það einnig halda utan um starfsmannamál. Í samtali við mbl.is tók Arnór sérstaklega fram að ekki væri horft til þess að rukka fyrir aðgang að náttúrunni, heldur fyrir aðgang að þjónustu á svæðinu, hvort sem hún væri í formi bílastæða eða salernis. „Það verður ekkert glápugjald,“ segir hann og bætir við: „Við munum ekki rukka fyrir eitthvað sem er ekki komið.“

Eigendur leggja til afnotarétt, en geta líka tekið þátt í uppbyggingunni

Rentugreiðslur til landeigenda munu vera mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig að hans sögn og skiptir þar til dæmis máli hversu kostnaðarsöm uppbygging er og fjöldi ferðamanna sem kemur á svæðið. Segir Arnór að fyrst um sinn verði horft til þess að greiða niður fjármögnunarkostnaðinn við uppbygginguna, auk þess sem landeigandi muni fá einhver prósent í sinn hlut fyrstu árin. Þegar líði á megi svo gera ráð fyrir að tekjurnar verði notaðar í aukna uppbyggingu eða arðgreiðslu til landeiganda.

Bílastæði við Seljalandsfoss.
Bílastæði við Seljalandsfoss.

Arnór segir þessa hugmynd talsvert frábrugðna því sem bjóðist landeigendum í dag, en þeir hafa meðal annars getað sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Það hefur aftur á móti kostað mótframlag og að viðkomandi sjái um alla vinnuna og skipulag. Arnór segir að með þessu eigi landeigendur sem vilji til dæmis áfram stunda landbúnað og sleppa aðkomu að ferðaþjónustu gert það, en samt fengið auka tekjur í kassann. Hann tekur þó fram að sé vilji landeigenda til að vera hluthafi í rekstrarfélaginu sé það umsemjanlegt og jafnvel sé einhver uppbygging fyrir hendi sem geti komið inn sem hlutafé.

Fossar, náttúrulaugar, gljúfur og lón

Hann segir að horft verði til staða um allt land og nefnir staði eins og Seljalandsfoss, Skógarfoss, ýmsar náttúrulaugar, Fjaðrárgljúfur og Jökulsárlón um staði þar sem vanti uppbyggingu og þjónustan geti passað á.

Ný löggjöf í vinnslu varðandi gjaldtöku við ferðamannastaði

mbl.is sagði fyrr í dag frá því að samgöngu- og sveitarstjóraráðuneytið væri að undirbúa nýtt frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Breyt­ing­arn­ar snúa að því að heim­ila rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um að taka bíla­stæðagjöld í dreif­býli, svo sem við ferðamannastaði. Í dag nær heim­ild­in ein­göngu til gjald­töku í þétt­býli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...