Þeim stjórnendum fyrirtækja innan Félags atvinnurekenda sem telja að halda hefði átt áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið snarfækkar, samkvæmt árlegri könnun meðal félagsmanna.
Í fyrsta sinn um árabil segist meirihluti félagsmanna á þeirri skoðun að ekki hefði átt að halda viðræðunum áfram, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Einnig minnkar stuðningur við ESB-aðild Íslands verulega. Aðeins tæplega 17% segjast því sammála að Ísland ætti að ganga í ESB en 56% eru því andvíg.