Metin féllu í Háskólaherminum

Um 300 framhaldsskólanemar úr 13 framhaldsskólum kynntu sér námsframboð í Háskóla Íslands í dag. Í Laugardalshöllinni voru nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands að kynna sér íþrótta- og heilsufræði. Þau mældu m.a. stökkkraft og hlaupahraða þar sem metin féllu að þeirra sögn.

Markmið kynningarinnar er að krakkarnir taki upplýsta ákvörðun þegar kemur að því að velja nám. Mikil aðsókn var í Háskólaherminn og fylltist í öll 300 sætin sem laus voru á innan við klukkustund. mbl.is kom við í Laugardalshöllinni í dag og fylgdist með krökkunum spreyta sig á hinum ýmsu þrautum. 

Hægt er að kynna sér Háskólaherminn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert