Notaði kortið í eigin þágu

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta notaði kreditkort skáta í eigin þágu og eins greiddi hann sér hærri dagpeninga en reglur segja til um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu endurskoðanda um málefni hreyfingarinnar. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Frétt mbl.is: Óánægja um uppsögn framkvæmdastjórans

 Í niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu löggilts endurskoðanda Bandalags íslenskra skáta (BÍS) um rannsókn á fjármálum fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS, Hermanns Sigurðssonar, segir að hann hafi meðal annars notað kreditkort skáta í eigin þágu og keypt með því skíðaboga á bíl sinn. Þá segir í skýrslunni að hann hafi greitt sér hærri dagpeninga en reglur ríkisskattstjóra segja til um og greitt sér hærri laun en honum var heimilt samkvæmt ráðningarsamningi. Einnig segir að Hermann hafi greitt sér þrettánda mánuðinn í október 2015. Í ráðningarsamningi var sagt að hann ætti rétt á þeim bónus í lok árs. 

Hvorki Hermann né fyrrverandi skátahöfðingi Íslands, Bragi Björnsson, vildu tjá sig um málið við Fréttablaðið. Hann staðfesti þó að hann hefði sjálfur lagt til að framkvæmdastjóranum yrði sagt upp vegna gruns um óeðlilega fjársýslu.

Frétt mbl.is: Vona að það skapist friður

Bætt við klukkan 6:48 3. febrúar

Tilkynning sem stjórn Bandalags íslenskra skáta sendi frá sér í gær varðandi fréttaflutning af málinu.

„Stjórn Bandalags íslenskra skáta (BÍS) vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu í fjölmiðlum um meint fjármálamisferli fyrrverandi framkvæmdastjóra hreyfingarinnar. Í kjölfar uppsagnar fyrrverandi framkvæmdastjóra tók stjórn BÍS ákvörðun um að fá óháðan aðila til að rannsaka fjárreiður BÍS. Þeirri vinnu er ekki lokið, en samkvæmt bráðabirgðarskýrslu löggilts endurskoðanda liggur fyrir að ekkert bendi til þess að um saknæmt athæfi að ræða hvað varðar fjársýslu fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar voru kynntar af viðkomandi endurskoðanda á félagsforingjafundi sem haldin var þann 14. janúar síðastliðinn. Á fundinum ítrekaði endurskoðandinn að hann teldi ekki, á grundvelli þeirra gagna sem lægju fyrir, að um neitt saknæmt athæfi væri að ræða af hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Á félagsforingjafundinum gafst öllum hlutaðeigandi tækifæri til að tjá sig um málið og náðist ákveðin sátt um deilumálin, meðal annars um fjármál fyrrverandi framkvæmdastjóra.fundarins. Framundan er aukaskátaþing og svo kjör nýs skátahöfðingja.

 Stjórn Bandalags íslenskra skáta“

mbl.is

Innlent »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »