Ekki á valdi forsætisnefndar að breyta lögum um launin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Forseti Alþingis segir að forsætisnefnd Alþingis sé búin að svara bréfi formanna stjórnmálaflokkanna með ákvörðun um lækkun á starfstengdum greiðslum til þingmanna.

Unnur Brá Konráðsdóttir segir að það sé ekki á valdi forsætisnefndar að breyta lögum til að koma til móts við kröfur um frekari lækkun launa þingmanna.

Forystumenn ASÍ og BSRB hafa gagnrýnt ákvörðun forsætisnefndar harðlega. Miðstjórn ASÍ mótmælir því sem hún kallar hálfkák forsætisnefndar og krefst þess að Alþingi afturkalli hækkanir kjararáðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert