Stal snyrtidóti fyrir 3.685 krónur

Úr fangelsinu á Hólmsheiði.
Úr fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kona á þrítugsaldri var í gær dæmd í 30 daga fangelsi fyrir eignaspjöll og gripdeild en þetta er í sjötta sinn sem hún er sakfelld fyrir auðgunarbrot. Hún hefur alls hlotið sjö dóma frá árinu 2010 en í mars í fyrra hlaut hún síðast dóm og var refsingin þá eins árs fangelsi. Brotin sem hún var dæmd fyrir nú voru framin í byrjun apríl og í lok nóvember í fyrra. 

Samkvæmt Héraðsdómi Reykjaness játaði konan skýlaus brot sín, að hafa 2. apríl fyrra sparkað nokkrum sinnum í hurð og rúðu bifreiðar með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á hurð og kám á rúðu.

Að hafa tekið ófrjálsri hendi snyrtivörur sem kostuðu 3.685 krónur í verslun 27. nóvember í fyrra.

Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hún frá árinu 2010 hlotið sjö dóma fyrir ýmis afbrot. Nú síðast var hún með dómi 17. mars 2016 dæmd í eins árs fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, en með þeim dómi var dæmd upp 285 daga reynslulausn sem henni var veitt í júní 2014 af eftirstöðvum refsinga eftirgreindra dóma frá -apríl 2014 og október 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert