Leit við Selvogsvita í dag

Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar.
Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar. mbl.is/Hallur Már

Hópur björgunarsveitarmanna mun í dag taka þátt í leit á svæði við Selvogsvita á Reykjanesi, í námunda við staðinn þar sem Birna Brjánsdóttir fannst látin 22. janúar.

Verið er að fylgja eftir vísbendingu sem tengist málinu, að sögn lögreglunnar.

Leitað verður á svæðinu við Vogsósa, vestan við Selvogsvitann, m.a. í nágrenni affallsins úr Hlíðarvatni. Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og Suðurnesjum taka þátt samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Leit hefst um kl. 13 og verður leitað fram í myrkur ef þurfa þykir.

„Hjálparsveitirnar ætla að aðstoða okkur við að fylgja eftir vísbendingu sem ég vil ekki fara nánar út í hver er,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. „Við ætlum að kanna það hvort það finnist þarna hlutir sem gætu tengst málinu.“

Lögreglan hefur frá því að Birna fannst látin í fjörunni við vitann sagt að líklega hafi henni verið komið fyrir í sjónum á öðrum stað. Segist hún hafa hugmynd um hvar það kunni að vera án þess að hafa fengið það staðfest að fullu.

Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt ...
Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt frá Selvogi. Kort/Maps.is

Ekki yfirheyrður um helgina

Enn er beðið niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum sem tekin voru af munum um borð í Polar Nanoq, m.a. fötum tveggja skipverja sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Grímur segir að það styttist í að þær berist, mögulega verði það síðar í vikunni. 

Enn er eyða í þeim upplýsingum sem liggja fyrir um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar, daginn sem Birna hvarf. Fram hefur komið að hann kom inn á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um kl. 6.10 um morguninn en var svo ekið burt af bryggjunni og sást þar ekki aftur fyrr en um kl. 11.30.

Karlmaðurinn sem er enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ráðið Birnu bana, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær yfirheyrslur yfir honum hefjast að nýju.

Grímur segir að játning mannsins liggi ekki fyrir í málinu.

Hann segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn lögreglunnar á málinu ljúki og það verði sent áfram til ákæruvaldsins.

Kokkurinn af Polar Nanoq lýsti því í viðtali við færeyska sjónvarpið í fyrradag hvernig honum og öðrum úr áhöfninni varð við er ljóst var að samstarfsmenn þeirra tengdust hvarfi Birnu. Hann segir málið allt hafa fengið verulega á sig.

Frétt mbl.is: „Það er stúlkan, Birna“

Snerti alla þjóðina

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur segir í viðtali við Guardian í dag að mál Birnu hafi snert hvern einasta Íslending. „Þetta snerti streng hjá þjóðinni. Birna var svo heilsteypt manneskja, svo falleg, svo ung, svo hamingjusöm. Hún hafði aldrei gert nokkrum manni illt.“

mbl.is

Innlent »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »

Djúp lægð á hraðferð

07:12 „Stormurinn í dag er sá síðasti í kortunum í bili, útlit er fyrir að hæðir ráði ríkjum við landið í næstu viku og að þá verði veður tiltölulega rólegt og lítið um úrkomu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Bílar fastir á Mosfellsheiði

06:51 Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða bílstjóra sem fest höfðu bíla sína uppi á Mosfellsheiði. Aðgerðir stóðu nú fram undir morgun. Á heiðinni var slæmt skyggni og er hún enn talin ófær en mokstur stendur yfir. Meira »

Hlaut áverka á höfði eftir árás

06:00 Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkurborgar.  Meira »

Hús Íslandsbanka rifið

05:30 Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Von á mikilli rigningu

05:52 Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu. Veður fer hlýnandi og má búast við 5-10 stigum í kvöld. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum og sýna varúð á ferðalögum. Meira »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »
Nudd á Bak, Háls og Rassvöðva www.egat.is
9stk airbags , 3 mismunandi loftþrýstingur, djúpnudd á háls og bak, 2 pör af bol...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...