Börn sættu ofbeldi á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd kynnir skýrslu sína um Kópavogshæli
Vistheimilanefnd kynnir skýrslu sína um Kópavogshæli mbl.is/Golli

Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Þá hafi stjórnvöld í verulegum mæli vanrækt að skapa skilyrði þar sem unnt hefði verið að mæta lögbundnum kröfum um aðbúnað barna.

Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu vistheimilanefndar sem forsætisráðherra skipaði. Nefndin skilaði í dag skýrslu til dómsmálaráðherra sem fjallar um vistun barna á Kópavogshæli 1952 til 1993.

Þar er í samræmi við erindisbréf lýst starfsemi stofnunarinnar, tildrögum þess að börn voru vistuð þar, opinberu eftirliti með starfseminni og leitast við að varpa ljósi á hvort börn hafi þar sætt illri meðferð eða ofbeldi. Þá eru settar fram tillögur til úrbóta.

Eitt af hlutverkum nefndarinnar var að fjalla um tildrög þess að börn voru vistuð á Kópavogshæli. Einnig átti nefndin að leitast við að staðreyna eins og kostur væri hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á Kópavogshæli hefðu sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. 

Húsnæði gamla Kópavogshælis.
Húsnæði gamla Kópavogshælis. mbl.is/Golli

Gagnrýnt hve langan tíma það tók stjórnvöld að uppfylla skýrar lagaskyldur um að opna barnadeildir

Ályktanir vistheimilanefndar um tildrögin eru eftirfarandi: 

 • Vistheimilanefnd telur ekki ástæðu til að draga í efa að foreldrar eða forsjáraðilar, eða barnaverndarnefnd eftir atvikum, hafi samþykkt vistun barna sinna og gerir því ekki athugasemdir við form ákvarðana um vistun barna á Kópavogshæli.
 • Vistheimilanefnd ályktar að talsvert skorti á að stjórnvöld hafi markað skýra stefnu í lögum, lögskýringargögnum og við almenna stefnumótun um hvers konar stofnun Kópavogshæli hafi átt að vera á hverjum tíma. Þá verður að gagnrýna skort á samræmi milli laga og framkvæmdar. Skilgreiningar í lögum og stefnumörkun um þá þjónustu sem hælið veitti hafi þannig ekki verið fyllilega í samræmi við forsendur sem lágu almennt að baki ákvörðunum um vistun barna.
 • Vistheimilanefnd gagnrýnir hve langan tíma það tók stjórnvöld að uppfylla skýrar lagaskyldur um að opna barnadeildir við Kópavogshæli. Nefndin verður að álykta á þann veg að vistun barna með fullorðnum á deildum Kópavogshælis hafi skort fullnægjandi lagastoð. Þá verður að gagnrýna að jafnvel eftir að barnadeildir opnuðu hafi börn enn verið vistuð á fullorðinsdeildum hælisins.
 • Vistheimilanefnd telur að miðað við þekkingu hvers tíma hafi grunur um einhvers konar þroskahömlun verið fyrir hendi í flestum þeim málum sem nefndin hefur skoðað. Er það þó niðurstaða nefndarinnar að ekki hafi verið lögð nægilega mikil áhersla á að tryggja að lögbundið mat á greind og andlegum þroska barns hafi legið til grundvallar ákvörðun um vistun.
 • Vistheimilanefnd gagnrýnir sérstaklega að ekki hafi verið tryggt að þær forsendur sem lágu að baki ákvörðun um vistun barns á Kópavogshæli hafi verið fyllilega í samræmi við ákvæði laga og stefnumótunar um hælið.

Líkamlegri og andlegri heilsu barna var mikil hætta búin

Ályktanir vistheimilanefndar um hvort börn hefðu sætt illri meðferð eða ofbeldi eru eftirfarandi: 

 • Vistheimilanefnd telur ljóst að stjórnvöld hafi í verulegum mæli vanrækt að skapa skilyrði þar sem unnt hefði verið að mæta lögbundnum kröfum um aðbúnað barna sem vistuð voru á Kópavogshæli. Þá gagnrýnir nefndin sérstaklega hversu margir bjuggu á Kópavogshæli mun lengur en mælt var með þar sem fólki stóðu ekki til boða nauðsynleg búsetuúrræði annars staðar. Nefndin ályktar að þessi staða hafi almennt skapað verulega hættu á að börn vistuð á Kópavogshæli hafi þurft að þola illa meðferð eða ofbeldi meðan á vistun þeirra stóð.
 • Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar gefa fyrirliggjandi upplýsingar ekki nægilegt tilefni til að álykta um líkur á kynferðisofbeldi gagnvart þessum hópi barna. Nefndin telur að börn á fullorðinsdeildum hælisins hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, þ.e. líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félags­lega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varan­legar.
 • Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogs­hælis hafi í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðis­legt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi. Þá telur nefndin að börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar.

Heilbrigðisráðuneytið vanrækti skyldur sínar

Vistheimildanefnd átti enn fremur að lýsa því hvernig opinberu eftirliti með starfsemi Kópavogshælis var háttað. Við mat á því hvort opinbert eftirlit með starfsemi Kópavogshælis hafi verið fullnægjandi má greina á milli ytra og innra eftirlits. Ályktanir vistheimilanefndar um þetta atriði eru eftirfarandi:

 • Vistheimilanefnd ályktar að heilbrigðisráðuneytið hafi vanrækt eftirlitsskyldur sínar með því að marka ekki skýra stefnu og setja lögbundnar reglugerðir sem skýrt hefðu getað hlutverk og starfsemi Kópavogshælis og aðbúnað barna á hverjum tíma. Þá hafi ráðuneytið ekki uppfyllt það eftirlitshlutverk sitt að tryggja að starfsemi Kópavogshælis uppfyllti skilyrði laga og reglugerða sem um hælið giltu á hverjum tíma.
 • Vistheimilanefnd ályktar að barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hafi vanrækt eftirlitsskyldur sínar með því að láta hjá líða að skipuleggja og sinna markvissu, reglubundnu eftirliti með starfsemi Kópavogs­hælis. Þá hafi þessum aðilum borið að leggja meira af mörkum í því skyni að tryggja fyrir sitt leyti að starfsemi Kópavogshælis uppfyllti skilyrði laga og reglugerða sem um hælið giltu á hverjum tíma. Nefndin átelur sérstaklega að eftirlitsaðilar hafi vanrækt að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti á starfstíma Kópavogshælis.
 • Vistheimilanefnd ályktar að forstöðumaður sem starfaði frá 1952–1956 hafi vanrækt stjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar með því að gæta þess ekki að ákvarðanir um vistun barna á Kópavogshæli hefðu fullnægjandi lagastoð og að aðbúnaður barna samræmdist gildandi lögum. Nefndin telur að talsvert hafi skort á að forstöðumaður sem starfaði frá 1956–1987 og yfirlæknir sem starfaði frá 1956–1993 hafi sinnt stjórnunar- og eftirlitshlutverkum sínum með viðunandi hætti. Nefndin gagnrýnir þessa yfirstjórnendur fyrir að hafa ekki gætt þess að ákvarðanir um vistun barna hefðu fullnægjandi lagastoð. Þá telur nefndin alvarlegt hve á skorti að þessir yfirstjórnendur gripu til ráðstafana til að reyna að tryggja að aðstæður og þjónusta við börnin samræmdist gildandi lögum og reglu­gerðum hverju sinni. Sérstaklega telur nefndin að þessum yfirstjórnendum hafi borið að bregðast við og grípa til frekari ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn sem vistuð voru á Kópavogshæli þyrftu að þola illa meðferð og ofbeldi af því tagi og í þeim mæli sem gögnin lýsa. Nefndin gagnrýnir að framkvæmdastjóri sem starfaði frá 1987–1993 hafi ekki lagt sig nægilega fram við að tryggja skráningu og varðveislu upplýsinga um einstaklinga sem vistaðir voru á Kópavogshæli.

Móta verði nýtt fyrirkomulag um könnun og uppgjör sanngirnisbóta vegna illrar meðferðar og ofbeldis gagnvart börnum

Þá ber nefndinni að leggja grundvöll að tillögum til stjórnvalda um frekari viðbrögð ef ástæða þykir til. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:

 • Vistheimilanefnd mælir eindregið með því að mótað verði nýtt fyrirkomulag um könnun og uppgjör sanngirnisbóta vegna illrar meðferðar og ofbeldis gagnvart börnum á stofnunum.
 • Vistheimilanefnd skorar á Alþingi og stjórnvöld að tryggja, efla og verja full mannréttindi fyrir fatlað fólk til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi.
 • Vistheimilanefnd hvetur til þess að gerð verði úttekt á störfum réttindagæslumanna og persónulegra talsmanna. Nefndin undirstrikar nauðsyn þess að tryggja að umfang þjónustunnar nái því lágmarki að tryggja fötluðu fólki aðstoð við hvers konar réttindagæslu. Sérstaklega verði að huga að aðstoð við fólk með þroska­hömlun í tengslum við frekari kannanir á illri meðferð og ofbeldi og við uppgjör sanngirnisbóta eftir atvikum.
 • Vistheimilanefnd hvetur stjórnvöld til að kanna frekar umfang og eðli ofbeldis gegn fötluðum börnum og grípa til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn fötluðum börnum í samfélaginu.
 • Vistheimilanefnd mælir með því að mótað verði sérstakt verkefni um að fötluð börn njóti verndar barnaverndaryfirvalda, lögreglu, ákæruvalds og dómskerfis eftir atvikum, við rannsókn, meðferð og þjónustu vegna gruns um líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi.
 • Vistheimilanefnd hvetur Alþingi og stjórnvöld til að forgangsraða í þágu þess að tryggja rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs. Tryggja verði heildstæða, samfellda og örugga þjónustu sniðna að einstaklingsþörfum. Leggja beri sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun og þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
 • Vistheimilanefnd hvetur Alþingi og stjórnvöld eindregið til að sjá um að húsnæði fyrir fatlað fólk uppfylli skilyrði laga 59/1992, með síðari breytingum, um málefni fatlaðs fólks, og reglugerðar nr. 1054/2010, um þjónustu við fólk á heimili sínu. Nefndin leggur áherslu á að skipulagt verði reglubundið og markvisst eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði fólks í mismunandi búsetuúrræðum.
 • Vistheimilanefnd hvetur stjórnvöld til að kanna og tryggja að gripið hafi verið til lögbundinna ráðstafana til að koma í veg fyrir nauðung í þjónustu við fatlað fólk. Telur nefndin brýnt að séð verði til þess að ákvæði um bann við beitingu nauðungar gildi um alla þá fagaðila sem veita börnum þjónustu í daglegu lífi, svo sem á heimilum, stofnunum, leikskólum, skólum eða í annars konar úrræðum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...