„Fullsnemmt að fullyrða“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar ...
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar á heilsugæslu á landinu.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að styrkja verði hlutverk heilsugæslunnar og tryggja aðgengi allra, óháð efnahag og búsetu. Við sérstakar umræður um heilsugæslu á landinu á Alþingi í dag sagði Óttarr að heilsugæslan stæði fyrir tveimur megináskorunum, annars vegar hvað varðar eðli þjónustunnar og hins vegar hvernig hún yrði fjármögnuð.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar en hann gagnrýndi þróun síðustu ára í flutningi sínum. „Heilsugæslunni hefur víða og lengi verið sinnt í skötulíki.“

Guðjón sagði horfurnar þó betri nú en áður, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, en að mikið mætti enn bæta á landsbyggðinni, þar sem vandamálum væri oft bjargað með skammtímalausnum.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/RAX

Guðjón spurði heilbrigðisráðherra hvernig og hvenær mætti búast við umbótum á þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni og tóku aðrir þingmenn undir þá spurningu.

Óttarr sagðist hvorki geta sagt til um hvernig né hvenær yrði unnið að bættri þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni, enda væri enn ekki hægt að segja til um árangur breytinganna á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég held að það sé nú kannski fullsnemmt að fullyrða hvenær það eigi að gerast. Við erum enn þá að upplifa og skoða árangurinn af þessum breytingum. […] Raunveruleikinn er víðast talsvert annar á landsbyggðinni [svo það er] ekki víst að sömu svör gildi þar og á höfuðborgarsvæðinu.“

Fjármögnunarkerfi nái yfir allar stöðvar

Ráðherra var einnig spurður út í greiðslufyrirkomulag heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu en samningar hafa verið gerðir við fjórar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

„Greiðslufyrirkomulagið gengur jafnt fyrir opinberar stöðvar höfuðborgarsvæðisins og þær sem eru einkareknar,“ sagði Óttar í svari sínu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði einnig við viðræðurnar að fjármögnunarkerfi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins næði yfir allar stöðvarnar, óháð rekstrarformi. Með þeim hætti mætti einfalda samanburð, gæða- og kostnaðareftirlit stöðvanna. 

Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á ...
Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þá kölluðu Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, eftir skýrari stefnu í heilbrigðismálum á Íslandi og sagði Birgitta að aðgerðaáætlun vantaði sem hægt væri að fylgjast með.

Birgitta skoraði einnig á Óttar að fylgja stefnu Bjartrar framtíðar í heilbrigðismálum og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, skoraði á ráðherrann að „fara að heilbrigðislögum til að gera heilsugæsluna að því sem hún á að vera […], öflugur fyrsti viðkomustaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...