Hringsólaði yfir Reykjanesi

Skjáskot/Flightradar24

Farþegaþota SAS, á leið til Keflavíkurflugvallar frá Gardermoen-flugvelli við Ósló, hringsólaði yfir Reykjanesi og suður af því í næstum klukkustund. Áætluð lending hennar á vellinum var klukkan 11.45 fyrir hádegi, en hún tafðist töluvert vegna ofsaveðursins.

Flugvélin lenti loks klukkan 12.42.

Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir aðspurður að ákveðið hafi verið að vísa flugvélum ekki á aðra flugvelli.

„Þetta er hefðbundið verklag. Flugstjórinn metur það þannig að aðstæður henti ekki til lendingar, hringsólar og bíður þar til færi gefst,“ segir Guðni.

Önnur þota, á leið til landsins frá Gatwick, lagði þá einnig nokkra lykkju á leið sína vegna veðurofsans, en lenti um tuttugu mínútur í eitt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is