Ný meðferðarstöð komin undir þak

Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi er komin undir þak. Því verða ekki frekari tafir á verkefninu vegna veðurs.

„Við erum reyndar búin að vera mjög heppin með veður. Þegar við verðum búin að byggja nýja húsið verður gamla húsið sem er fyrir tekið í gegn og endurnýjað,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.

Framkvæmdir við nýja meðferðarstöð SÁÁ hafa gengið vel.
Framkvæmdir við nýja meðferðarstöð SÁÁ hafa gengið vel. Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson

Hann segir að framkvæmdirnar séu á áætlun og gangi mjög vel. Húsið verður klárað í sumar en 40 ára afmæli SÁÁ verður haldið hátíðlegt í október.

Loftmynd af meðferðarstöðinni.
Loftmynd af meðferðarstöðinni. Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson

Þrír milljarðar úr eigin vasa

„Þá verður öll okkar heilbrigðisþjónusta hjá SÁÁ komin í húsnæði sem við höfum byggt sjálf og borgað sjálf. Við erum að leggja inn í heilbrigðisþjónustuna mörg þúsund fermetra húsnæði sem kostar um þrjá milljarða,“ segir Arnþór en nýja húsið og það gamla verða samanlagt 3.500 fermetrar.

Ljósmynd/Ólafur Kristánsson

125 þúsund fermetra land

„Ég held að þessi bygging sé stærsta og veigamesta uppbyggingin í heilbrigðisþjónustu í dag. Hún er öll á vegum grasrótarsamtaka sem byggja þetta fyrir eigin peninga og það er út af fyrir sig merkilegt. Við erum með þetta land sem er 125 þúsund fermetrar og þarna eru miklir möguleikar á að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er í fremstu röð.“

Framkvæmdir eru í fullum gangi inni í miðstöðinni.
Framkvæmdir eru í fullum gangi inni í miðstöðinni. Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson

Eftirmeðferð fyrir alla sjúklinga

Að sögn Arnþórs verða tvær meginstarfsstöðvar hjá SÁÁ. Annars vegar Vogur og hins vegar nýja starfsstöðin þar sem eftirmeðferð verður fyrir alla sjúklinga. Eftirmeðferðin sem hefur verið á Staðarfelli í Dölum flyst þá yfir í nýja húsnæðið.  „Þetta verður allt annars konar aðbúnaður fyrir starfsfólkið og sjúklingana. Þetta er sérhannað húsnæði á flottum stað.“

Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson
Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson
Ljósmynd/Ólafur Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert