Vill leið sem lækkar verð til neytenda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

„Það er ljóst að það hafa ýmsar leiðir verið rifjaðar upp og settar fram, reynsla, hlutkesti, það eru alls konar leiðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is aðspurð hvernig staðið verði að fyrirkomulagi við úthlutun á innflutningakvótum á landbúnaðarvörum.

Þorgerður segir ljóst að innflutningskvótar verði mjög miklir eftir að Evrópusambandið hefur staðfest samning við Íslands um viðskipti með landbúnaðarvörur í sumar. „Einu fyrirmælin sem ég hef gefið eru þau að ég vilji finna leið sem að lækkar verð og styrkir neytandann. Það er það sem ég vil gera, það eru mín skilaboð: Neytendur fyrst.“

mbl.is