Gott landsmót samvinnuverkefni

Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts
Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mig langar að ná fram þessum gamla góða anda sem fylgir landsmótum hestamanna þar sem fólk kemur saman bæði til að horfa á hross og til að hittast,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 sem fer fram 1.-8. júlí. Heiðar er nýtekinn við starfinu og skipulagning mótsins er að hefjast. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja viðburði, en hann var einnig framkvæmdastjóri síðasta landsmóts, sem fram fór á Hólum í Hjaltadal síðasta sumar.

Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð.
Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð. Ragnar Th Sigurdsson / ARCTIC IMAGES

Tímamót í rekstri landsmóta

Mótið í Reykjavík mun marka ákveðin tímamót í rekstri landsmóta, en þetta verður í fyrsta sinn sem Landssamband hestamannafélaga mun ekki sjá um mótið heldur mun hestamannafélagið Fákur sjá alfarið um mótshaldið. Fákur hefur stofnað sérstakt félag sem nefnist LM 2018 ehf. og skipað sérstaka stjórn sem stýrir skipulagningu mótsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórnarmennina.

Fákur nýtur dyggs stuðnings Reykjavíkurborgar líkt og á síðustu landsmótum sem haldin hafa verið í Reykjavík. Höfuðborgarstofa tekur einnig virkan þátt í undirbúningnum. Kynning á Landsmótinu 2018 er þegar hafin og meðal annars tóku félagsmenn Fáks þátt í opnunarhátíð vetrarhátíðar í Reykjavík í byrjun febrúar þegar þeir riðu niður Skólavörðuholtið á hestum.

Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.
Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.

Búist er við talsverðum fjölda gesta á landsmótið og eru erlendir gestir um 20% mótsgesta. Þegar er búið er að taka frá um 300 hótelherbergi sem eru ætluð fyrir þá og skipulagning hafin á sérstökum pakkaferðum á mótið. „Við ætlum að þjónusta þetta fólk vel,“ segir Heiðar og bendir á að miklu muni um samvinnu við Reykjavíkurborg, þar sem meðal annars verður hægt að tvinna saman aðra afþreyingu eins og t.d. heimsóknir á söfn, sundlaugar og strætóferðir.

Síðast var haldið landsmót í Reykjavík árið 2012 og því verður nú hægt að byggja á góðum grunni að sögn Heiðars. Hann bendir á að í grunninn snúist öll landsmót um það sama, eins og allir aðrir viðburðir, að láta öllum gestum líða vel hvort sem það eru keppendur, starfsmenn eða ferfætlingarnir.

Stórt hópverkefni

„Þetta er stórt hópverkefni þar sem allir leggjast á eitt að skapa stórt og flott mót. Ég hlakka til að virkja þennan góða anda og fá fólk til liðs við okkur,“ segir Heiðar. Hann segir helsta verkefni sitt vera að stilla saman hópinn og finna sérfróða einstaklinga um hina ýmsu þætti sem snúa að mótshaldi. Hann tekur fram að margir þeirra komi úr hestamannafélögunum, en þar býr mikill mannauður. „Það skemmtilegasta við starfið er að kynnast öllu þessu góða fólki,“ segir Heiðar.

Þrátt fyrir að landsmótið verði haldið í höfuðborginni getur fólk nýtt sér tjaldsvæðið í Víðidalnum. Heiðar tekur fram að hvert mótssvæði hafi sína kosti og galla. „Það sem við þurfum að horfa sérstaklega til er að mótið er á höfuðborgarsvæðinu og fólk á auðvelt með að fara af svæðinu. Við þurfum því að huga að því að skapa rétta stemningu til að halda utan um hópinn.“

Vill ánægða gesti

Spurður um væntanlegan fjölda gesta vill hann ekki nefna neina tölu. Hann bendir á að sá fasti kjarni sem fari alltaf á landsmótin sama hvar þau eru haldin sé í kringum sex til átta þúsund manns. Við þennan fjölda bætist hinir sem kjósi að fara á landsmót frekar en aðra skemmtun því nægt sé framboðið af viðburðum. „Ég vil frekar senda frá mér glaða níu þúsund en hálfóánægða 12 þúsund manns,“ segir hann en tekur þó fram að alltaf þurfi að selja ákveðið marga miða til að mótið standi undir sér. Sú hafi ekki verið raunin á síðasta landsmóti á Hólum og því þurfi að ná inn meiri tekjum í gegnum miðasölu. Í mars næstkomandi hefst forsala aðgöngumiða á mótið, en aldrei hafa selst jafn margir miðar í forsölu eins og fyrir það síðasta.

Landsmót í Reykjavík 2018 verður það 23. í röðinni, en það hefur verið haldið tvisvar áður í Reykjavík frá því að það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðarstjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kring um MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

Í gær, 19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Í gær, 19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

Í gær, 19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

Í gær, 18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

Í gær, 18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

Í gær, 18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Í gær, 18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

Í gær, 18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

Í gær, 17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

Í gær, 17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....