Gott landsmót samvinnuverkefni

Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts
Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mig langar að ná fram þessum gamla góða anda sem fylgir landsmótum hestamanna þar sem fólk kemur saman bæði til að horfa á hross og til að hittast,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 sem fer fram 1.-8. júlí. Heiðar er nýtekinn við starfinu og skipulagning mótsins er að hefjast. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja viðburði, en hann var einnig framkvæmdastjóri síðasta landsmóts, sem fram fór á Hólum í Hjaltadal síðasta sumar.

Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð.
Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð. Ragnar Th Sigurdsson / ARCTIC IMAGES

Tímamót í rekstri landsmóta

Mótið í Reykjavík mun marka ákveðin tímamót í rekstri landsmóta, en þetta verður í fyrsta sinn sem Landssamband hestamannafélaga mun ekki sjá um mótið heldur mun hestamannafélagið Fákur sjá alfarið um mótshaldið. Fákur hefur stofnað sérstakt félag sem nefnist LM 2018 ehf. og skipað sérstaka stjórn sem stýrir skipulagningu mótsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórnarmennina.

Fákur nýtur dyggs stuðnings Reykjavíkurborgar líkt og á síðustu landsmótum sem haldin hafa verið í Reykjavík. Höfuðborgarstofa tekur einnig virkan þátt í undirbúningnum. Kynning á Landsmótinu 2018 er þegar hafin og meðal annars tóku félagsmenn Fáks þátt í opnunarhátíð vetrarhátíðar í Reykjavík í byrjun febrúar þegar þeir riðu niður Skólavörðuholtið á hestum.

Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.
Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.

Búist er við talsverðum fjölda gesta á landsmótið og eru erlendir gestir um 20% mótsgesta. Þegar er búið er að taka frá um 300 hótelherbergi sem eru ætluð fyrir þá og skipulagning hafin á sérstökum pakkaferðum á mótið. „Við ætlum að þjónusta þetta fólk vel,“ segir Heiðar og bendir á að miklu muni um samvinnu við Reykjavíkurborg, þar sem meðal annars verður hægt að tvinna saman aðra afþreyingu eins og t.d. heimsóknir á söfn, sundlaugar og strætóferðir.

Síðast var haldið landsmót í Reykjavík árið 2012 og því verður nú hægt að byggja á góðum grunni að sögn Heiðars. Hann bendir á að í grunninn snúist öll landsmót um það sama, eins og allir aðrir viðburðir, að láta öllum gestum líða vel hvort sem það eru keppendur, starfsmenn eða ferfætlingarnir.

Stórt hópverkefni

„Þetta er stórt hópverkefni þar sem allir leggjast á eitt að skapa stórt og flott mót. Ég hlakka til að virkja þennan góða anda og fá fólk til liðs við okkur,“ segir Heiðar. Hann segir helsta verkefni sitt vera að stilla saman hópinn og finna sérfróða einstaklinga um hina ýmsu þætti sem snúa að mótshaldi. Hann tekur fram að margir þeirra komi úr hestamannafélögunum, en þar býr mikill mannauður. „Það skemmtilegasta við starfið er að kynnast öllu þessu góða fólki,“ segir Heiðar.

Þrátt fyrir að landsmótið verði haldið í höfuðborginni getur fólk nýtt sér tjaldsvæðið í Víðidalnum. Heiðar tekur fram að hvert mótssvæði hafi sína kosti og galla. „Það sem við þurfum að horfa sérstaklega til er að mótið er á höfuðborgarsvæðinu og fólk á auðvelt með að fara af svæðinu. Við þurfum því að huga að því að skapa rétta stemningu til að halda utan um hópinn.“

Vill ánægða gesti

Spurður um væntanlegan fjölda gesta vill hann ekki nefna neina tölu. Hann bendir á að sá fasti kjarni sem fari alltaf á landsmótin sama hvar þau eru haldin sé í kringum sex til átta þúsund manns. Við þennan fjölda bætist hinir sem kjósi að fara á landsmót frekar en aðra skemmtun því nægt sé framboðið af viðburðum. „Ég vil frekar senda frá mér glaða níu þúsund en hálfóánægða 12 þúsund manns,“ segir hann en tekur þó fram að alltaf þurfi að selja ákveðið marga miða til að mótið standi undir sér. Sú hafi ekki verið raunin á síðasta landsmóti á Hólum og því þurfi að ná inn meiri tekjum í gegnum miðasölu. Í mars næstkomandi hefst forsala aðgöngumiða á mótið, en aldrei hafa selst jafn margir miðar í forsölu eins og fyrir það síðasta.

Landsmót í Reykjavík 2018 verður það 23. í röðinni, en það hefur verið haldið tvisvar áður í Reykjavík frá því að það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950.

Innlent »

Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos

06:25 Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings. Meira »

Kettir nú leyfðir í bænum

05:30 Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Meira »

Stjórnvöld hugi að innviðum

05:30 Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í samtali við Vinnuvélablað Morgunblaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Meira »

Er trú mínum stjórnarsáttmála

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember, en sé trú sínum stjórnarsáttmála. Meira »

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

05:30 Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. Meira »

Sýn skortir í Alzheimer-málum

05:30 „Það má segja að þjónustan sé á margan hátt býsna góð, en það eru of margir sem njóta hennar ekki,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum, um stöðuna í baráttunni gegn Alzheimer hér á landi, en alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er í dag. Meira »

Uppskeran þriðjungi minni

05:30 „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.   Meira »

Vatnið úr göngunum nýtt

05:30 Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. Meira »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...