Gott landsmót samvinnuverkefni

Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts
Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mig langar að ná fram þessum gamla góða anda sem fylgir landsmótum hestamanna þar sem fólk kemur saman bæði til að horfa á hross og til að hittast,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 sem fer fram 1.-8. júlí. Heiðar er nýtekinn við starfinu og skipulagning mótsins er að hefjast. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja viðburði, en hann var einnig framkvæmdastjóri síðasta landsmóts, sem fram fór á Hólum í Hjaltadal síðasta sumar.

Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð.
Ungmenni í Fáki létu ljós sitt skína á Vetrarhátíð. Ragnar Th Sigurdsson / ARCTIC IMAGES

Tímamót í rekstri landsmóta

Mótið í Reykjavík mun marka ákveðin tímamót í rekstri landsmóta, en þetta verður í fyrsta sinn sem Landssamband hestamannafélaga mun ekki sjá um mótið heldur mun hestamannafélagið Fákur sjá alfarið um mótshaldið. Fákur hefur stofnað sérstakt félag sem nefnist LM 2018 ehf. og skipað sérstaka stjórn sem stýrir skipulagningu mótsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórnarmennina.

Fákur nýtur dyggs stuðnings Reykjavíkurborgar líkt og á síðustu landsmótum sem haldin hafa verið í Reykjavík. Höfuðborgarstofa tekur einnig virkan þátt í undirbúningnum. Kynning á Landsmótinu 2018 er þegar hafin og meðal annars tóku félagsmenn Fáks þátt í opnunarhátíð vetrarhátíðar í Reykjavík í byrjun febrúar þegar þeir riðu niður Skólavörðuholtið á hestum.

Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.
Stjórn LM2018 og framkvæmdastjóri.

Búist er við talsverðum fjölda gesta á landsmótið og eru erlendir gestir um 20% mótsgesta. Þegar er búið er að taka frá um 300 hótelherbergi sem eru ætluð fyrir þá og skipulagning hafin á sérstökum pakkaferðum á mótið. „Við ætlum að þjónusta þetta fólk vel,“ segir Heiðar og bendir á að miklu muni um samvinnu við Reykjavíkurborg, þar sem meðal annars verður hægt að tvinna saman aðra afþreyingu eins og t.d. heimsóknir á söfn, sundlaugar og strætóferðir.

Síðast var haldið landsmót í Reykjavík árið 2012 og því verður nú hægt að byggja á góðum grunni að sögn Heiðars. Hann bendir á að í grunninn snúist öll landsmót um það sama, eins og allir aðrir viðburðir, að láta öllum gestum líða vel hvort sem það eru keppendur, starfsmenn eða ferfætlingarnir.

Stórt hópverkefni

„Þetta er stórt hópverkefni þar sem allir leggjast á eitt að skapa stórt og flott mót. Ég hlakka til að virkja þennan góða anda og fá fólk til liðs við okkur,“ segir Heiðar. Hann segir helsta verkefni sitt vera að stilla saman hópinn og finna sérfróða einstaklinga um hina ýmsu þætti sem snúa að mótshaldi. Hann tekur fram að margir þeirra komi úr hestamannafélögunum, en þar býr mikill mannauður. „Það skemmtilegasta við starfið er að kynnast öllu þessu góða fólki,“ segir Heiðar.

Þrátt fyrir að landsmótið verði haldið í höfuðborginni getur fólk nýtt sér tjaldsvæðið í Víðidalnum. Heiðar tekur fram að hvert mótssvæði hafi sína kosti og galla. „Það sem við þurfum að horfa sérstaklega til er að mótið er á höfuðborgarsvæðinu og fólk á auðvelt með að fara af svæðinu. Við þurfum því að huga að því að skapa rétta stemningu til að halda utan um hópinn.“

Vill ánægða gesti

Spurður um væntanlegan fjölda gesta vill hann ekki nefna neina tölu. Hann bendir á að sá fasti kjarni sem fari alltaf á landsmótin sama hvar þau eru haldin sé í kringum sex til átta þúsund manns. Við þennan fjölda bætist hinir sem kjósi að fara á landsmót frekar en aðra skemmtun því nægt sé framboðið af viðburðum. „Ég vil frekar senda frá mér glaða níu þúsund en hálfóánægða 12 þúsund manns,“ segir hann en tekur þó fram að alltaf þurfi að selja ákveðið marga miða til að mótið standi undir sér. Sú hafi ekki verið raunin á síðasta landsmóti á Hólum og því þurfi að ná inn meiri tekjum í gegnum miðasölu. Í mars næstkomandi hefst forsala aðgöngumiða á mótið, en aldrei hafa selst jafn margir miðar í forsölu eins og fyrir það síðasta.

Landsmót í Reykjavík 2018 verður það 23. í röðinni, en það hefur verið haldið tvisvar áður í Reykjavík frá því að það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950.

Innlent »

Ágætisveður fram undan

06:40 Spáin gerir ráð fyrir stífri suðaustanátt og dálítilli vætu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna á morgun. Hæg suðaustlæg átt og yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt í dag, en hægir vindar, úrkomulítið og kólnar smám saman þegar líður á vikuna. Meira »

Ekki víst að allir fái matarhjálp

05:30 „Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“ Meira »

Blandi saman samstarfi og samkeppni

05:30 Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi segir þá klasa ná bestum árangri þar sem fyrirtæki eiga í harðri samkeppni sín á milli en gera sér um leið grein fyrir að á vissum sviðum sé best að vinna saman. Meira »

Kulnun alvarleg og jafnvel lífshættuleg

05:30 „Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira »

Eru bókstaflega á kafi í náminu

05:30 Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar. Meira »

Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

05:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar. Meira »

Óvenju mikil úrkoma í Reykjavík

05:30 Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík á tveimur sólarhringum, frá hádegi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar í Hungurdiskum. Meira »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Í gær, 21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

Í gær, 21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

Í gær, 20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

Í gær, 19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

Í gær, 19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Í gær, 19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Í gær, 18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

Í gær, 17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

Í gær, 17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

Í gær, 16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

Í gær, 15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...