Sló kærustu sína með hárbursta

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Karlmaður var í vikunni dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa ráðist á kærustu sína með hárbursta um páska í fyrra.

Ákærði hefur tvívegis áður sætt refsingu, í bæði skiptin vegna ölvunaraksturs en hinn 3. október í fyrra var ákærða gerð sekt vegna ölvunaraksturs. 

Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir ákvörðun framangreindrar refsingar og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu.

Ákærði játaði brot sitt skýlaust og því þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga, sem fellur niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð.

Dóminn má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert