Úrskurðaður í áframhaldandi varðhald

Sakborningurinn leiddur fyrir dómara í dag.
Sakborningurinn leiddur fyrir dómara í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maður sem grunaður er um að hafa orðið vald­ur að dauða Birnu Brjáns­dótt­ur og hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðustu fjórar vik­urn­ar hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í tvær vik­ur vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Þetta var niðurstaða dóm­ara við Héraðsdóm Reykja­ness í dag.

Maðurinn hefur setið í einangrun á Litla Hrauni í fjórar vikur. Lögregluyfirvöld og ákæruvald hafa tólf vikur frá handtöku til að gefa út ákæru eigi viðkomandi að sitja í gæsluvarðhaldi fram að dómi.

Jón HB Snorra­son, aðstoðarlög­reglu­stjóri á ákæru­sviði, staðfesti að maður­inn muni áfram sitja í ein­angr­un. Hann vildi engu svara um hvort játn­ing lægi fyr­ir í mál­inu né nán­ar hvernig rann­sókn gengi. 

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við mbl.is í gær að maðurinn hefði ekki játað sök við yfirheyrslur en hann vildi ekki tjá sig frekar um það sem fram hefði komið við yfirheyrslur.

Niðurstöður úr rannsóknum á þeim sýnum sem send voru erlendis til greiningar hafa enn ekki borist. Mbl.is hafði eftir Grími á mánudag að hann vonaðist til þess að þær skiluðu sér á næstu dögum. Tækni­deild lög­reglu sjái um þau sam­skipti og sam­kvæmt þeirra upp­lýs­ing­ar séu þær rúmu þrjár vik­ur sem nú eru frá því að sýn­in voru send utan inn­an eðli­legs vinnslu­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert