Mánuður til stefnu í loðnunni

Á meðan íslensku fiskiskipin liggja bundin við bryggju vegna verkfalls …
Á meðan íslensku fiskiskipin liggja bundin við bryggju vegna verkfalls sjómanna veiða norsku og færeysku skipin sína kvóta. Síðdegis í gær voru 24 norskir loðnubátar að veiðum í íslensku fiskveiðilögsögunni og 4 færeyskir og auk þess nokkrir í höfn. Tölvuteikning/Morgunblaðið

Útilokað er að segja til um það nú hvort íslensku fiskiskipin ná að veiða sinn hluta af loðnukvótanum áður en loðnan hrygnir og drepst. Um mánuður er til stefnu og ekki komið að hrognatökutímanum þegar afurðirnar eru verðmætastar.

Tíminn er það knappur að þótt verkfall sjómanna leysist fljótlega getur veðrið auðveldlega sett strik í reikninginn, að því er fram kemur í umfjöllun um horfurnar í loðnunni í Morgunblaðinu í dag.

Sjávarútvegsráðuneytið jók fyrr í vikunni loðnukvótann þannig að 196 þúsund tonn koma í hlut íslenskra fiskiskipa. Verðmæti heildarkvótans eru áætluð 17 milljarðar króna, samkvæmt mati sjávarútvegsráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert