Þrír útskrifaðir frá Fisktækniskólanum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Kristjánsson í Brimi ásamt …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Kristjánsson í Brimi ásamt nemendunum grænlensku við útskriftina, þeim Lasse Abelsen, Angutivik Aimonsen og Marius Simonsen. Ljósmynd/Binni

Þrír fisktækninemendur frá Grænlandi útskrifuðust í gær frá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra afhenti nemendunum prófskírteinin en þeir luku námi sem sniðið er að starfsfólki vinnslustöðva. Athöfnin fór fram í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að viðstöddu fjölmenni.

Nemendurnir, þeir Lasse Abelsen, Angutivik Aimonsen og Marius Simonsen, eru allir frá bænum Nanortalik á Suður-Grænlandi. Þar búa um 1.300 manns og langstærsta atvinnugreinin er vinnsla á saltfiski. Aukin áhersla hefur verið á að bæta gæði framleiðslunnar og auka fullvinnslu en til þessa hefur fiskurinn verið seldur úr bænum lítið unninn, að því er fram kemur í umfjöllun um útskrift þessa í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert