Íslenskt hrossakjöt á háu verði í Japan

Reyksoðið folaldafilet með bláberjadressingu.
Reyksoðið folaldafilet með bláberjadressingu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Um 600 kíló af íslensku hrossakjöti eru nú flutt til Japan í hverri viku. Markaður þar opnaðist í haust. Vonir eru bundnar við að aukning geti orðið á þessum útflutningi og er í því sambandi talað um 2,5 til 3 tonn vikulega.

Verðið sem fæst fyrir kjötið er það hæsta sem greitt er fyrir útflutt kjöt frá Íslandi. Ársneysla hrossakjöts í Japan nemur 15 þúsund tonnum. Þar af eru um 8 þúsund flutt inn. Markaðurinn er stór því í landinu búa um 150 milljónir manna.

Japanar borða hrossakjöt hrátt og gilda strangar reglur um meðhöndlun þess, geymslu og flutning til landsins sem er með flugi héðan, að því er fram kemur í umfjöllun um útflutning þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »