Hóta að stöðva rekstur United Silicon

United Silicon í Helguvík.
United Silicon í Helguvík. Ljósmynd/United Silicon

Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur United Silicon í Helguvík ef ekki verður ráðist í tafarlausar úrbætur í mengunarmálum. Þetta kemur fram í bréfi sem stofnunin sendi fyrirtækinu í gær.

Íbúar á Reykjanesi hafa kvartað undan líkamlegum einkennum vegna mengunar frá verksmiðjunni.

Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við Rúv að bréfið hafi verið sent til United Silicon vegna þess að vandamál varðandi lykt og sýnilegan reyk frá verksmiðjunni séu orðin viðvarandi að þeirra mati.

Hún segir stofnunina hafa fengið á sjötta tug kvartana frá íbúum á Reykjanesi á undanförnum dögum.

Umhverfisstofnun hefur haft náið eftirlit með verksmiðjunni undanfarnar vikur og mánuði.

Vinnueftirlitið hefur einnig fylgst náið með gangi máli í verksmiðjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert