Lögmaður endurgreiði tíu milljónir króna

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögmaður var í dag dæmdur til að greiða umbjóðanda sínum rúmar tíu milljónir króna, en upphæðin var stór hluti þóknunar sem lögmaðurinn tók til sín af greiðslu til umbjóðandans.

Greiðslan hafði verið dæmd umbjóðandanum fyrir Hæstarétti árið 2013.

Í dómi réttarins, sem féll í dag, segir að ósannað hafi verið frá upphafi að lögmaðurinn hefði frá upphafi áskilið sér þóknun byggða á heildarhagsmunum við innheimtuna, eða að umbjóðandanum hafi á annan hátt verið gert ljóst hvert endurgjald fyrir þá vinnu gæti orðið.

Litið var svo á að umkrafin þóknun lögmannsins hefði verið langt umfram það sem honum hefði verið rétt að áskilja sér vegna innheimtunnar. Leggja yrði í stað þess heildstætt mat á hvað væri hæfilegt í þeim efnum, í ljósi atvika.

Að þessu virtu, og að teknu tilliti til innborgana umbjóðandans, var talið að lögmaðurinn hefði oftekið 10.202.508 krónur í þóknun og haldið þeirri fjárhæð. Var honum gert að standa skil á henni.

Umbjóðandinn hafði krafist litlu hærri upphæðar, eða kr. 11.016.258.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert