Ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu

Margrét Guðnadóttir hefur lengi rannsakað sýkla í mönnum og dýrum.
Margrét Guðnadóttir hefur lengi rannsakað sýkla í mönnum og dýrum. mbl.is/Rax

„Það alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ segir Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur lengi unnið að rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og varar alvarlega við innflutningi á kjöti og lifandi gripum, vill með því vernda heilsu búfjárstofna og landsmanna.

Margrét byrjar samtalið á því að rifja upp á hér eru stofnar búfjár sem lifað hafa að mestu einangraðir frá landnámi og á þar við kindur, kýr, hesta og geitur. Þeir eru skyldir samsvarandi stofnum sem voru í Noregi á landnámsöld. Hér hafi þessir stofnar verið í einangrun á eyjunni Íslandi í allan þennan tíma. Þeir séu algerlega mótefnalausir gegn öllum sýklum sem hingað berast í fyrsta sinn.

Einangraðir búfjárstofnar

„Í hvert skipti sem reynt hefur verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hefur orðið slys,“ segir Margrét. Nefnir hún fjárkláðana á átjándu og nítjándu öld, sjúkdómana sem bárust með karakúlfénu árið 1933 og riðuna sem barst til landsins fyrir 140 árum og ekki hefur tekist að útrýma þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Karakúlfénu fylgdu heilbrigðisvottorð stjórnvalda í Þýskalandi og tveir íslenskir dýralæknar fóru og skoðuðu féð. Ekki var annað að sjá en að það væri heilbrigt en eigi að síður bárust með því fjórir alvarlegir sauðfjársjúkdómar; votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki.

Gripið var til niðurskurðar og bólusetninga vegna þessara sjúkdóma og lá við í sumum tilvikum að íslenska sauðfjárstofninum yrði ekki bjargað.

Margrét segir að vegna einangrunarinnar sé sjúkdómastaðan í búfjárstofnun hér allt önnur en á meginlandi Evrópu og Bretlandi og þeir séu því viðkvæmir fyrir sjúkdómum sem hingað geta borist með innflutningi á hráu, sýktu kjöti og lifandi skepnum. Sömu sjúkdómar séu landlægir í Evrópu en geri ekki usla þar vegna þess að fullorðnu dýrin hafi mótefni.

Treystir ekki vottorðum

Samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá Evrópusambandinu og núverandi ríkisstjórn hyggst auka innflutning. Stjórnvöld hafa hingað til fyrirskipað að allt hrátt kjöt sem flutt er til landsins skuli vera frosið í að minnsta kosti mánuð til að draga úr smithættu. Eftirlitsstofnun ESA hefur gert athugasemdir við þessa framkvæmd með vísan til EES-samningsins við Evrópusambandið og er málið fyrir dómstólum. Þá stendur til að flytja inn norska fósturvísa til að kynbæta holdanautastofninn.

Margrét telur að lífshætta felist í EES-samningnum, bæði fyrir fólk og fénað. Ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndunum og bendir í því sambandi til dæmis á að þýskar afurðir þurfi aðeins að vera 60% þýskar og 40% geti verið frá einhverju af hinum fjölmörgu og ólíku löndum Evrópusambandsins. Því sé ekkert að marka stimpla á pappírana með þessum vörum. Ekkert sé vitað hvað í þeim sé. „Það eru meira að segja berklar í kúm í mörgum löndum ESB. Viljum við hafa þá í matnum okkar?“ spyr hún.

Hún getur um hrossakjötshneykslið sem kom upp fyrir fáum árum. Bretar fluttu inn þýskt nautahakk. Þegar það var rannsakað að gefnu tilefni kom í ljós að í „nautahakkinu“ var hrossakjöt frá Austur-Evrópu. Þetta hafi komið illa við Breta sem almennt vilji ekki leggja sér hrossakjöt til munns.

Margrét nefnir einnig kúariðuna sem kom upp í Bretlandi og barst til nokkurra Evrópulanda. Hún trúir því ekki að búið sé að uppræta hana.

Meðgöngutími riðu sé svo langur að hún geti hvenær sem er blossað upp aftur. Segir hún í því sambandi frá reynslunni af riðu í sauðfé sem barst í Skagafjörð með einni kind fyrir 140 árum. Enn hafi ekki tekist að útrýma henni úr Skagafirði þrátt fyrir mikinn niðurskurð.

„Bretar hökkuðu sláturúrgang og sjálfdauðar skepnur í beinamjöl og sótthreinsuðu með hitun. Mjölið var notað í fóður fyrir kýr og dreift í öll fjós landsins. Í olíukreppunni var sparað með því að minnka hitunina. Svo leið tíminn. Kýrnar fóru að fá einkennilegan sjúkdóm sem breiddist út til Írlands og meginlandsins, meðal annars til Danmerkur. Seinna kom í ljós að kjöt af smituðum kúm hafði verið notað í skólamáltíðir í Bretlandi og víðar og fjöldi barna og ungmenna dó úr sjúkdómnum sem kenndur er við Creutzfeldt-Jakob. Þegar Bretar hættu að nota beinamjölið var afgangurinn fluttur úr landi og notaður víða um heim,“ segir Margrét.

Hætta vegna sýklalyfjaónæmis

Varðandi skyldu til að frysta hrátt kjöt sem hingað er flutt segir Margrét að alls ekki megi gefa það eftir. Kjötið verði að vera beingaddað til þess að draga úr hættunni á að sýklar fjölgi sér á meðan á flutningi til landsins stendur. Hins vegar dugi frystingin ekki. Frostið drepi ekki veirur og ekki riðusýkilinn. Þá segir hún að mávar og nagdýr geti komist í afganga sem ekki seljast eða étast upp og borið í önnur dýr. Þannig geti sjúkdómar blossað upp. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. Því þurfi að gæta allrar varúðar.

Annað vandamál sem Margrét segir að sé eitt helsta viðfangsefni sýklafræðinga nú um stundir er vaxandi sýklalyfjaónæmi. Það eru sýklar sem mynda ónæmi fyrir sýklalyfjum í búfé. Skepnurnar eru aldar á sýklalyfjablönduðu fóðri. Sýklarnir brynja sig fyrir því og mynda ónæmi gegn lyfjum í fóðrinu.

Þetta er sem betur fer ekki gert hér, að sögn Margrétar. Hins vegar komi einn og einn sjúklingur á Landspítalann með sjúkdóma sem hefðbundin sýklalyf vinna ekki á. Það sé lífshættulegt þegar fólk er með lungnabólgu eða aðra sjúkdóma sem geta leitt til dauða og smitast af slíkum sýklum.

Unnt er að framleiða mestallt kjöt sem Íslendingar neyta hér ...
Unnt er að framleiða mestallt kjöt sem Íslendingar neyta hér á landi. Fjölgun ferðafólks kallar á innflutning. mbl.is/RAX

Þurfa að græða sem mest

Spurð um stöðugan þrýsting á aukinn innflutning búvara segir Margrét: „Það virðist ekki vera hægt að ráða neitt við þá sem vilja flytja inn. Það þurfa allir að græða sem mest. Af hverju geta íslenskir kaupmenn ekki snúið sér að því að selja okkur íslenskt kjöt sem lífræna afurð? Kjötið er af heilbrigðum skepnum og við ættum að bjóða ferðafólki að bragða á því. Markmiðið ætti að vera að framleiða sem mest af matvælunum og allt skepnufóður hér innanlands eins og raunar margir bændur gera með sóma. Hér er til dæmis hægt að rækta bygg eftir að hlýnaði í veðri,“ segir Margrét og hnykkir á:

„Mér finnst það ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu þegar við höfum þessa gömlu búfjárstofna og höfum lagt mikið á okkur til að halda þeim hreinum – og gefum þeim ekki sýklalyf í fóðri.“

Getur nýst í baráttunni við alnæmi

Margrét  hefur lengi unnið að rannsóknum á veirusjúkdómum, meðal annars visnuveirunni. Eftir að hún lét af störfum sem prófessor í sýklafræði og fór á eftirlaun fyrir sautján árum hefur hún haldið áfram rannsóknum á visnu og mæðiveiki.

Hún þróaði bóluefni við mæðiveiki og prófaði það á lömbum á Kýpur. Það bar ágætan árangur og birti hún niðurstöður rannsókna sinna í bresku dýralæknatímariti.

Rannsóknirnar geta haft þýðingu í baráttunni við alnæmi því HIV-veiran er í sama flokki og veiran sem veldur þurramæði og visnu. Ef hægt er að bólasetja gegn mæðiveiki á að vera hægt að bólusetja gegn alnæmi. „Ég hef birt mínar niðurstöður. Meira get ég ekki gert,“ segir Margrét, spurð um framhaldið.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um í 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskristofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Fat bike rafmagnshjól
Nær ónotað Fat bike Rafmagnshjól. Gríðarlega skemmtilegt tæki sem hentar vel í...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...