Var farþegi í bíl sem ekið var á Guðmund

Er Sigurður Stefán Almarsson var í fangelsi árið 1978 benti ...
Er Sigurður Stefán Almarsson var í fangelsi árið 1978 benti hann á að lík Guðmundar og Geirfinns væri að finna í garði við Grettisgötu. Sagðist hann hafa fengið þessar upplýsingar frá Kristjáni Viðari Viðarssyni, einum sakborninganna. mbl.is/Rax

Ný gögn sem lúta beint að hvarfi Guðmundar Einarssonar eru meðal þeirra gagna sem endurupptökunefnd studdist við í ákvörðun sinni um að fallast á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin á áttunda áratugnum. Gögnin veita vísbendingu um á hvern hátt böndin bárust að þeim um að tengjast hvarfi hans og frásögn vitnis sem segist hafa verið í bíl sem ekið var á Guðmund.

Fleiri ný gögn eru nefnd til sögunnar í úrskurðum endurupptökunefndar sem, urðu til þess að hún féllst á endurupptöku, m.a. dagbækur tveggja sakborninga, dagbækur úr Síðumúlafangelsi og skýrsla starfshóps innanríkisráðherra þar sem m.a. var lagt mat á áreiðanleika framburða (játninga) sakborninganna sex.

Struku saman af Litla-Hrauni

Í gögnum sem lágu til grundvallar dómsmálinu á sínum tíma kemur fram að nafngreindur maður, Sigurður Stefán Almarsson, hafi komið ábendingu á framfæri við lögregluna um að Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski ættu hlut að svonefndum póstsvikum sem þá voru til rannsóknar. Sigurður Stefán strauk ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni af Litla-Hrauni í 11. nóvember 1975 og sagði Kristján hafa sagt sér frá aðild Ernu og Sævars að svikunum.

Í kjölfar stroksins og frásagnar af aðild Erlu og Sævars að svikamálinu var afplánun hans af eins árs refsidómi frestað að fyrirmælum fulltrúa yfirsakadómara 11. desember 1975. Sævar var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald daginn eftir og Erla degi síðar.

Erla Bolladóttir var vistuð í Síðumúlafangelsinu á sama tíma og ...
Erla Bolladóttir var vistuð í Síðumúlafangelsinu á sama tíma og Sigurður Stefán Almarsson. ekki vitað hvenær myndin er tekin mbl.is

Erla var yfirheyrð 18. desember og játaði þá í fyrsta sinn aðild að póstsvikamálinu. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók Síðumúlafangelsisins stóð yfirheyrslan frá kl. 13 og fram á kvöld. Þar kemur ennfremur fram að fulltrúi yfirsakadómara hafi tekið við yfirheyrslunni um kl. 22 í stutta stund. Engin skýrsla liggur fyrir um þessa yfirheyrslu.

Þennan sama dag kemur fram í dagbókum fangelsisins hafi áðurnefndur maður verið fluttur í fangelsið vegna aðildar að innbroti. Um morguninn hafi fulltrúi yfirsakadómara hringt vegna mannsins. Hálftíma síðar kom fulltrúinn ásamt lögreglumanni til að tala við Erlu.

Leystur úr haldi án skýringa

Eftir hádegi var Sigurður Stefán sóttur af rannsóknarlögreglumönnum og þess getið að hann kæmi sennilega ekki aftur. Í skýrslu um yfirheyrslu á honum vegna innbrotsins, þar sem hann játaði það, er þess getið neðanmáls að hann hafi að boði fulltrúa yfirsakadómara verið fluttur út á Reykjavíkurflugvöll. Tekið var fram að fulltrúinn hefði ekki gefið rannsóknarlögreglumanninum neina skýringu á þeirri ákvörðun.

Í skýrslu um gang rannsóknar á innbrotinu kemur fram að Sigurður Stefán hafi átt að fara í afplánum á eftirstöðvum refsingar en þess í stað verið látinn laus að boði fulltrúa yfirsakadómara. Hann var svo dæmdur í eins mánaða fangelsi fyrir innbrotið tæpu ári síðar.

Laugardaginn 20. desember var Erla tekin í skýrslutöku og þá með réttarstöðu vitnis. Tilefnið var að rannsóknarlögreglunni hafði borist til eyrna að sambýlismaður hennar, Sævar, gæti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfaranótt 27. janúar 1974.

Um er að ræða fyrstu formlegu lögregluskýrsluna sem gerð var vegna gruns um aðild einhvers að hvarfi Guðmundar Einarssonar sem hratt rannsókn málsins úr vör.

Vitni gefur sig fram

Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sendi ríkissaksóknara orðsendingu 9. október 2014 og kom á framfæri upplýsingum frá vitni sem hafði gefið sig fram við lögregluna.

Í framburði vitnisins kom fram að hún hefði verið sambýliskona mannsins sem kom ábendingu á framfæri um fjársvik Erlu og Sævars í póstsvikamálinu, þ.e. Sigurðar Stefáns. Hún hefði af þeim ástæðum verið farþegi í bíl undir hans stjórn ásamt þriðja manni þegar ekið hafi verið á Guðmund Einarsson í Engidal á Hafnarfjarðarvegi aðfaranótt 27. janúar 1974. Guðmundur hafi verið tekinn upp í bifreiðina en svo dregið af honum og hann verið orðinn þögull þegar vitnið fór úr bifreiðinni á dvalarstað þess í Vogahverfi Reykjavíkurborgar.

Leitað var á ýmsum stöðum við rannsókn á Guðmundar- og ...
Leitað var á ýmsum stöðum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, m.a. í Rauðhólum þar sem líkin voru sögð grafin. Ekkert kom út úr þeim leitum. mbl.is

Að tilhlutan setts ríkissaksóknara var þessi ábending tekin til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og naut konan nafnleyndar við þá rannsókn.

Í samskiptum hennar við lögreglu rakti hún þessa atburðarás en sagðist jafnframt hafa verið viðstödd þegar fyrrverandi sambýlismaður sinn hafi samið við lögregluna og fulltrúa yfirsakadómara um að veita upplýsingar um að Kristján Viðar og Sævar tengdust hvarfi Guðmundar gegn því að vera leystur úr afplánun.

Neitaði eindregið allri aðild

Við yfirheyrslur hjá lögreglu neitaði Sigurður Stefán eindregið allri aðild að hvarfi Guðmundar auk þess sem annar maður, sem vitnið hafði getið um að hafi verið í bifreiðinni, neitaði einnig allri vitneskju um málsatvik. Aðspurður um samskipti við rannsóknarlögreglumennina og hugsanlega samninga við þá á sínum tíma sagðist hann sífellt hafa verið að ljúga í þá sögum.

Lögreglan tók einnig til yfirheyrslu annan rannsóknarlögreglumannanna sem annaðist rannsókn á póstsvikamálinu og Guðmundarmálinu í öndverðu og fyrrverandi fulltrúa yfirsakadómara.

Þeir voru spurðir hvaða einstaklingur hafi komið þeim upplýsingum til lögreglu að Sævar hafi verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þeir sögðust ekki muna eftir því og hvorugur kannaðist við að þessi maður hafi komið ábendingu á framfæri við þá eða muna til þess að samið hafi verið við hann um tilhliðranir varðandi afplánun hans.

Rannsókn lögreglunnar lauk 18. ágúst 2016 og var rannsóknargögnum komið á framfæri við endurupptökunefnd en málið fellt niður í kjölfar þess hjá lögreglu.

Sævar benti á Sigurð

Í gegnum áratugina hefur nafn Sigurðar Stefáns Almarssonar ítrekað borið á góma í tengslum við Guðmundarmálið. Í tengslum við rannsókn á ætluðu harðræði árið 1979 ritaði Sævar bréf til setts rannsóknarlögreglustjóra og greindi frá því að honum hafi borist til eyrna að maður þessi hafi verið í yfirheyrslum í lok nóvember 1975 vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar.

Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir á þeim tíma sem þau ...
Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir á þeim tíma sem þau voru handtekin.

Sagði Sævar að maðurinn hefði játað fyrir lögreglu en skilgreindi ekki hvað fólst í þeirri játningu en gat þess jafnframt að maðurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið með Guðmundi að kvöldi 26. janúar 1974 í Alþýðuhúsinu. Sömu rannsóknarlögreglumenn og önnuðust rannsókn Guðmundarmálsins í öndverðu hafi verið með manninn í yfirheyrslum.

Sævar ritaði um þá vitneskju sína að maðurinn hafi upplýst lögreglu um aðild hans og Erlu að póstsvikamálinu og af einhverjum ástæðum getað keypt sig út og logið að Sævar væri viðriðinn hvarf Guðmundar.

Sagði ranga aðila hafa verið dæmda

Í viðtölum sem fram fóru á vegum starfshóps innanríkisráðherra komu keimlíkar upplýsingar fram af hálfu fréttamanns sem starfaði á Ríkisútvarpinu og hálfu þáttagerðarmanna sem stóðu að gerð myndarinnar „Aðför að lögum“ sem sýnd var árið 1996.

Fréttamaðurinn sagðist hafa hitt manninn til viðtals en hann verið ölvaður og því ekki viðtalstækur, en við það tækifæri hafi hann staðhæft ítrekað að rangir aðilar hafi verið dæmdir vegna hvarfs Guðmundar.

Við gerð heimildarmyndarinnar mun síðan einn þáttagerðarmanna hafa freistað þess að spyrja fyrrverandi sambýliskonu mannsins út í þessi málsatvik en mun hafa orðið frá að hverfa þar sem hún hafði hringt í manninn og hann hafi komið og stuggað kvikmyndagerðarmanninum burtu.

Þá er haft eftir Tryggva Rúnari í heimildasögunni „Áminntur um sannsögli“ sem kom út árið 1991 að maðurinn hafi síðar beðið hann velvirðingar á að hafa flækt hann í Guðmundarmálið er þeir hittust í samkvæmi, en hann hafi ekki ætlað að gera það, einungis Kristján Viðar.

Í úrskurði endurupptökunefndar er tekið fram að konan sem kom ábendingunni á framfæri kynntist Kristjáni Viðari er hann strauk úr fangelsi ásamt þáverandi sambýlismanni hennar, þeim sama og hún segir hafa bent á tengsl Sævars og Kristjáns við hvarf Guðmundar.

Hún og Kristján óskuðu heimildar til að ganga í hjúskap í mars árið 1978.

Upphaf þess að grunur beindist að Sævari og fleirum um aðild að hvarfi Guðmundar hefur aldrei verið upplýst opinberlega. Í málinu lá það eitt fyrir að rannsóknin hafi hafist af því tilefni að lögreglunni hafi borist upplýsingar til eyrna um aðild Sævars að hvarfi Guðmundar. Þegar málið kom til kasta sakadóms vöknuðu spurningar af hálfu dómsins um þetta upphaf. En um uppruna framangreindra upplýsinga var ekkert frekar upplýst.

Í úrskurði endurupptökunefndar segir að lífseigur orðrómur hafi verið um hugsanlega aðild þessa manns að upphafi Guðmundarmálsins á einn veg eða annan.

Talsverður líkur

Sigurður Stefán greindi lögreglu frá því sumarið 2016 að hafa á umræddum árum iðulega gefið lögreglu upplýsingar. Rannsóknaraðilar, sem komu að rannsókn Guðmundarmálsins, hafa kannast við að hafa fengið upplýsingar frá manninum en minnast þess ekki að hann hafi átt hlut að máli í þessu tilviki. „Vart verður staðreynt hvort slíkum tengslum sé til að dreifa eða eðli þeirra úr því sem komið er,“ segir í úrskurðinum.

Hins vegar segir að fyrir liggi að umræddur maður veitti lögreglu upplýsingar sem leiddu til þess að Erla og Sævar játuðu sakir í póstsvikamálinu. „Þegar horft er til þess og að sami maður var handtekinn í kjölfar innbrots í bát og færður í Síðumúlafangelsi, sama dag og dómfellda Erla virðist fyrst hafa verið yfirheyrð um hvarfi Guðmundar Einarssonar, þykja talsverðar líkur leiddar að því að rannsókn á hvarfi Guðmundar hafi verið beint að dómfelldu á grundvelli upplýsinga frá nefndum manni.“

mbl.is

Innlent »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta að hluta gert vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »

„Aðkoman var leiðinleg“

13:07 „Aðkoman var leiðinleg í morgun,“ segir Hjördís Guðrún Ólafsdóttir leikskólastjóri á Krakkakoti í Garðabæ. Veggjakrot var víða á leikskólabyggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Malbikað á Suðurlandsvegi

12:55 Stefnt er að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi, frá Ölvisholtsvegi að Skeiða- og Hrunamannahreppi á morgun. Akreininni verður lokað og umferð stýrt framhjá og verða viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, að því er segir í tilkynningu. Meira »

„Risavaxið verkefni“

12:37 „Þetta er risavaxið verkefni í margvíslegum skilningi sem mun þegar allt er tilbúið valda straumhvörfum í þjónustu við sjúklinga og stórefla alla starfsemi þjóðarsjúkrahússins okkar.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hún skoðaði framkvæmdasvæði nýs Landspítala. Meira »

Ráðherrarnir streyma til landsins

12:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, velkominn til landsins skömmu fyrir hádegi í dag. Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir og fylgdarlið fengu kynningu frá Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Samfelld makrílvinnsla fyrir austan

12:02 „Við fengum þessi 1.100 tonn á einum degi úti í miðri Smugunni eða 350 mílur austnorðaustur úr Norðfjarðarhorni. Flotinn hefur verið í Smugunni að undanförnu og hefur farið þar svolítið fram og til baka. Nú er fiskurinn sem veiðist töluvert blandaður hvað stærð varðar, en áður fékkst mest mjög stór fiskur,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, en vinnsla á þessum 1.100 tonnum af makríl hófst í Neskaupstað í gær. Meira »

Leita á ný á fimmtudag

11:45 Fyrirhugað er að leit verði hafin að nýju á fimmtudaginn að líki belg­íska ferðamanns­ins sem tal­inn er hafa fallið í Þing­valla­vatn fyrir rúmri viku. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi. Um helgina var notaður kafbátur við leitina en án árangurs. Meira »

Katrín fundaði með Mary Robinson

11:06 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem einnig hefur verið erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála og baráttukona fyrir loftslagsréttlæti. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...