Blásalabörn búa til sína eigin búninga

Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir ...
Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir vinir. mbl.is/Golli

Umhverfisvernd, vinátta, tilfinningar, sköpun og fjölmenning fléttuðust inn í undirbúningsvinnu barnanna í Blásölum fyrir uppskeruhátíð leikskólans í dag. Þau taka sig ljómandi vel út og eru afar stolt af öskudagsbúningum sínum, sem þau gerðu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar tilfallandi efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt.

Börnin í Leikskólanum Blásölum vita að Áróra er refur. Góður refur sem getur búið til norðurljós með því einu að sveifla skottinu. Henni er ýmislegt fleira til lista lagt og þau hafa heyrt af henni margar fallegar sögur. Það er því ekkert skrýtið að hún sé orðin hálfgert átrúnaðargoð þeirra og mörg vilji vera eins og hún með skotti og öllu. Að minnsta kosti í einn dag. Sá dagur er öskudagur – dagurinn í dag.

Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli


Eldsnemma í morgun mættu nokkrar Árórur til leiks í Blásölum, líka umhverfiströll, hreindýr og fjöldi lítilla norðurljósa, sem aðallega lýstust upp í yngri deildunum, þeirri Gulu og Bláu. Þessi fjölskrúðugi hópur, rúmlega sjötíu börn, skrýðist afrakstri vinnu sinnar, sem hófst í byrjun febrúar, og unnin var í hópastarfi.

Öll gegna börnin jafn mikilvægum hlutverkum á sannkallaðri uppskeruhátíð í tilefni dagsins. Haldið verður dansiball, kötturinn sleginn úr tunnunni og um leið hrynja úr henni pokar – úr náttúrulegu efni vitaskuld – fullir af snakki, og margt fleira verður til gamans gert.

Litlu norðurljósin í Blásölum.
Litlu norðurljósin í Blásölum. mbl.is/Golli


Þetta er þriðja árið í röð sem börnin búa til sína eigin öskudagsbúninga undir styrkri handleiðslu leikskólastarfsmanna. Foreldrarnir hafa því hvorki þurft að spandera í rándýra prinsessukjóla- og kórónur, ofurhetjuskrúða eða aðra búninga af því taginu, né að reyna að töfra þá fram sjálfir með einhverjum hætti og mislögðum höndum.

Nýtni og endurvinnsla

Margrét Elíasdóttir leikskólastjóri segir börnin í Blásölum alveg sátt og raunar mjög ánægð og stolt af búningum sínum, þótt þeir séu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt. „Trúlega eru þau bara ánægðari fyrir vikið. Þau eru nefnilega orðin mjög meðvituð um umhverfi sitt, nýtni og endurvinnslu,“ segir hún.

Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum.
Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Sjálf er hún eitt norðurljósanna og ekki síður spennt fyrir uppskeruhátíðinni en börnin. „Við höfum verið að vinna að Nordplus-verkefni í samstarfi við Svíþjóð, Noreg og Eistland. Verkefnið snýst m.a. um að styðja og efla læsi og skiptast löndin á að velja bók til umfjöllunar. Að þessu sinni völdu Norðmenn, frændur okkar, Chasing the Northern Lights, sem fjallar um Júlíu og vin hennar Ólaf tröllastrák, sem leggja ásamt fleirum í ferðalag til að leita að norðurljósunum. Á leiðinni hitta þau ævintýrapersónuna Áróru.“

Margrét segir bókina fjalla um umhverfisvernd, vináttu, tilfinningar og fjölmenningu; þemu sem fléttuðust inn í undirbúningsvinnuna fyrir uppskeruhátíðina á öskudaginn.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


„Við lögðum sérstaka áherslu á að kosta engu til við gerð búninganna, nýta verðlaus efni og hlusta á hugmyndir barnanna um útfærslu þeirra. Foreldrarnir voru duglegir að vinna með okkur í efnisöflun og einnig nutum við velvildar verslana eins og Twill og Vogue. Við vorum ekkert að sníða eftir uppskriftum í saumablöðum, yfirleitt lögðust krakkarnir einfaldlega á efnið og við klipptum í kringum þau. Síðan annaðhvort saumuðum við efnin saman eða límdum, kræktum, heftuðum og festum saman með belti. Grímurnar gerðum við úr pappadiskum, sem við máluðum í öllum regnbogans litum og skreyttum stundum glimmeri eða öðru sem okkur hafði lagst til. Ekkert mjög flókið.“

Grænfánaleikskóli

Auk Nordplus-verkefnisins tekur Leikskólinn Blásalir þátt í alþjóðlegu verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólanum. Síðan árið 2012 hafa Blásalir flaggað Grænfánanum með sóma og sann. Margrét kveðst vart þekkja til meiri umhverfisverndarsinna en Blásalabarnanna. „Eftir áramótin fórum við með börnin í eldri deildunum og tíndum rusl í stóra poka hérna í nágrenninu. Þau voru alveg í essinu sínu og eftir því sem pokarnir tútnuðu út urðu þau hneykslaðri á öllum umhverfissóðunum eins og þau sögðu full vandlætingar og voru ekkert að skafa utan af því,“ segir hún, stolt af sínu fólki.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Lengi býr að fyrstu gerð. Samkvæmt þessu má alveg binda vonir við að kynslóðin sem nú er á leikskólum landsins verði þeim sem eldri eru til fyrirmyndar og eftirbreytni í umgengni sinni við náttúruna í framtíðinni.

Sögurnar eru uppspretta umræðna

Leikskólinn Blásalir tekur þátt í samstarfsverkefninu Nordplus 2016-2018, ásamt leikskólum í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi. Verkefnið nefnist The World of Storytelling. Markmiðið er að styðja og efla læsi, orðaforða, orðskilning, framsögn og hlustun. Unnið er með bók frá hverju landi eina önn. Í fyrra varð bókin Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, myndskreytt af Brian Pilkington, fyrir valinu, en í ár Chasing the Northern Lights eftir Norðmennina Cecillie Lanes og Ilze Dambe.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Að sögn Margrétar Elíasdóttur er unnið með sögurnar á ýmsan hátt, enda eru þær endalaus uppspretta umræðna og vangaveltna um vináttu, tilfinningar, fjölmenningu og umhverfisvernd sem og flesta þætti hins daglega lífs.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum.
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin.
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin. mbl.is/Golli
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

Í gær, 12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Í gær, 12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur. Hæð,99 cm breidd,58 cm Kr.48,000,- uppl. sul...
Heimavík
...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...