Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á nýjan leik í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum.

Fram kemur enn fremur að hlutverk setts ríkissaksóknara verði að taka við málunum eftir niðurstöðu endurupptökunefndar og annast áframhaldandi rekstur þeirra.

Davíð Þór var upphaflega settur sem ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum haustið 2014 af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi dómsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert