„Bara öfgar og ofstæki í Galileo?“

Brynjar Níelsson alþingismaður.
Brynjar Níelsson alþingismaður. mbl.is/Eggert

Kannski voru það bara öfgar og ofstæki í Galileo að efast um á sínum tíma að jörðin væri miðpunktur sólkerfisins,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni.

Vísar hann þar til ítalska vísindamannsins Galileos Galilei sem var dreginn fyrir kaþólskan rannsóknarrétt á 17. öld fyrir að halda fram þeirri kenningu sinni að jörðin og aðrar plánetur snerust um sólina en ekki á hinn veginn.

Brynjar segir merkilegt hve bannfæringar séu orðnar algengar í íslensku samfélagi sem eigi að heita umburðarlynt. „Vogi sér einhver að efast um hinn vísindalega sannleika um veðurfarsbreytingar af mannavöldum eða kynbundinn launamun er viðkomandi umsvifalaust bannfærður. Svo ekki sé talað um þá sem hafa einhvern vott af þjóðerniskennd í hjarta sínu.“

Skringilegast sé þó að „bannfæringafólkið“ sé sannfært um að hinir bannfærðu séu löðrandi í öfgum og ofstæki. Galileo hafi því ef til vill verið sekur um slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert