Borgun ekki upplýst um kæru

Borgun hefur ekki verið tilkynnt um framvísun FME.
Borgun hefur ekki verið tilkynnt um framvísun FME. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að fréttir hafi verið fluttar af því í Ríkisútvarpinu á þriðjudag í síðastliðinni viku, hefur Borgun ekki enn verið tilkynnt að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi vísað máli tengdu fyrirtækinu til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum.

Þetta staðfestir Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Borgunar, í Morgunblaðinu í dag. „Það hefur ekkert ennþá varðandi þessa framvísun borist okkur. Við vitum ekkert meira um þennan þátt málsins en það sem við höfum heyrt í fréttum. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þessa framvísun FME,“ segir Erlendur.

Erlendur segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort farið verði fram á að kannað verði með hvaða hætti fregnir af framvísun málsins rötuðu til fjölmiðla. „Við þurfum bara að meta það í framhaldinu, en þetta er afskaplega undarleg stjórnsýsla. Það er ekkert annað hægt að segja um það,“ segir hann í blaðinu.

Leki hefur áður komið við sögu

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leki kemur við sögu í máli tengdu Borgun. Í fjölmiðlum í apríl 2015 var greint frá því að stjórnendur Borgunar íhuguðu að krefjast rannsóknar á hvort reglur um bankaleynd hefðu verið brotnar þegar upplýsingar um úttekt fyrirtækisins af reikningi Sparisjóðs Vestmannaeyja rötuðu í fjölmiðla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »