Neita að veita skólum niðurstöður PISA

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu í gær.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, flutti í gær á fundi borgarstjórnar tillögu flokksins um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA-könnunar.

Í tillögunni kom meðal annars fram að Menntamálastofnun Reykjavíkurborgar fengi sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnuninni 2015. Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla yrðu sendar til viðkomandi skólastjórnenda, sem myndu kynna þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur. Tillagan var felld með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

„Það lýsir skammsýni og metnaðarleysi hjá borgarfulltrúum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykjavíkurborg óski eftir sundurgreindum upplýsingum um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum og afhendi þær viðkomandi skólastjórnendum, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skólastarfið,“ segir m.a. í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert