Frumvarpið á ekki að koma mönnum á óvart

Kátar kýr í Kjósinni.
Kátar kýr í Kjósinni. mbl.is/Styrmir Kári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að mjólkuriðnaðurinn sé betur í stakk búinn nú en nokkurn tíma til þess að ýta undir samkeppni.

„Það kemur mér mjög á óvart að hann segi að ég hafi komið í bakið á kúabændum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar gagnrýni Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda, á hana og hennar störf, vegna frumvarps um breytingar á búvörulögum, var borin undir hana. Gagnrýni Arnars birtist í Morgunblaðinu í gær.

Landbúnaðarráðherra sagði að hún hefði talað um að menn myndu vinna frumvarpið saman. „Ég held ég hafi tekið málið upp á öllum fundum með bændum, nú síðast í þarsíðustu viku, með stjórn Mjólkursamsölunnar,“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra sagði að hægt yrði að koma fram með gagnrýni og ábendingar varðandi þau drög að frumvarpi sem nú lægju fyrir, og svo yrði málið bara unnið áfram.

Spurð hvort unnið yrði með frumvarpið í stóru samráðsnefndinni, eins og sátt hafi verið um þegar búvörusamningar voru gerðir, sagði Þorgerður Katrín: „Það er alls ekki sjálfgefið að það hafi átt að fara í þann farveg. Það er alveg ljóst að ef svo yrði væri ekki verið að gera neitt af ráði í þessu máli fram til 2019. Hins getur vel farið svo að endurskoðunarnefndin taki þetta mál og skoði sérstaklega. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Ég mun halda áfram að leita eftir umsögnum um málið og vinna það áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert