Afnám hafta gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum

Benedikt Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Sagðist Benedikt jafnframt vona að tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum verði tilbúnar í næstu eða þar næstu viku.

Spurði út í meinta leynifundi

Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í afnám hafta og meinta „leynifundi“ stjórnvalda við bandaríska vogunarsjóði í síðustu viku. Vildi Sigurður Ingi vita hvenær þess mætti vænta að höft verði afnumin og hvort að fyrrnefndir leynifundir væru að trufla ferlið.

„Það hefur nefnilega ekki verið ljóst í orði ráðherra í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórn að fylgja eftir áætlun um afnám hafta eða verðlauna þá sem rætt var við á leynifundi stjórnvalda,“ sagði hann og bætti við að stjórnendur þeirra vogunarsjóða hefði verið „erfiðastir og harðastir í andstöðu við endurreisn íslensks efnahagslífs.“

Þá spurði hann jafnframt hvort að þessar viðræður snerist um að bjóða þeim önnur og betri kjör en öðrum.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Ekki gengið frá samningum af neinu tagi við vogunarsjóði

Benedikt kom í pontu og sagðist styðja áform um fullkomið afnám hafta og að það gerist sem allra fyrst. Þó bætti hann við að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður sem skapi „óróa hér á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika“.

Varðandi fundinn við bandarísku vogunarsjóðina sagði Benedikt að þeir hefðu óskað eftir fundi við stjórnvöld en á honum var ekki „gengið frá samningum af neinu tagi en fulltrúar vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði Benedikt.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnum afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanni um það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum og við sjáum það að flöktið á krónunni þar sem gengið hefur bæði veikst og styrkst til skiptist síðustu vikur er óviðunandi fyrir innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg  að það sé öllum til farsældar að afnám hafta gæti gerst sem allra fyrst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjór á einhverjum leiðum

07:01 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum fjallvegum og eitthvað um snjóþekju. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi

06:59 Spáð er norðaustlægri átt í dag, strekkingur norðvestantil, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðantil. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast á Suðurlandi. Meira »

Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

06:48 V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Meira »

Margrét í efsta sæti Á-listans

06:43 Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Meira »

Elliði næði ekki kjöri

05:41 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meira »

Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi

05:30 Samkvæmt rannsókn meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Vesturbæ/Seltjarnarnesi, voru 24,5% af sjúklingunum með svokölluð starfræn einkenni. Meira »

„Fjárhæðir sem skipta máli“

05:30 „Auk þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni er verið að meta aðra kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, en tillögur til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða kynntar í sumar. Meira »

Vinnustöðvun er boðuð

05:30 Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem haldinn var hjá Ríkissáttasemjara í gær lauk án árangurs. Meira »

Bóluefni eru ekki tiltæk

05:30 Ekki er tiltækt í landinu bóluefni gegn lifrarbólgu A og B eins og margir láta sprauta sig með fyrir ferðalög á framandi slóðir. Meira »

Sveitarfélögin taki við

05:30 Best færi á því að forræði sjúkraflutninga yrði að nýju hjá sveitarfélögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt viðbragð á vegum slökkviliðanna. Meira »

Nýju íbúðirnar of dýrar

05:30 Fátt bendir til að skorti á smærri og ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuðborgarsvæðinu verði eytt á næstu misserum. Nýjar íbúðir sem eru að koma á markað eru enda of dýrar. Meira »

20 kjarasamningar frá áramótum

05:30 Frá áramótum hefur verið lokið við gerð alls 20 nýrra kjarasamninga, sem samþykktir hafa verið í atkvæðagreiðslum félagsmanna sem þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti embættis Ríkissáttasemjara. Meira »

Næturfrost á Norðurlandi

Í gær, 23:54 Það kólnar heldur í veðri næsta sólarhringinn. Von er á norðlægri eða breytileg átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast vestanlands. Búast má við rigningu með köflum sunnan til en stöku éljum fyrir norðan, einkum inn til landsins. Meira »

Tilkynnt um gasleka

Í gær, 21:44 Tilkynning barst til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á níunda tímanum í kvöld um gasleka í Hagkaupum í Garðabæ. Kom tilkynningin frá öryggisvörðum. Meira »

„Þetta var ekki byrjunin á ofbeldinu“

Í gær, 20:13 „Hann passaði að lemja mig alltaf á stöðum sem voru almennt huldir fötum, axlirnar mínar fengu sérstaka útreið. Ég man það vel þar sem mér var oft illt í öxlunum á þessum tíma.“ Þetta er brot út einni af 52 frásögnum sem konur úr #metoo-hópnum „fjölskyldutengsl“ hafa sent frá sér. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Bílvelta varð á Bústaðavegi á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um minni háttar atvik að ræða og komst bílstjórinn út úr bílnum án aðstoðar. Meira »

Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari

Í gær, 20:30 Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Meira »

Sumarvegir flestir ófærir

Í gær, 19:49 Vegir eru víðast hvar greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir eða krap á fáeinum fjallvegum. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkku...
Stúdentar MS 1978
Stúdentar frá Menntaskólanum við Sund 1978 ætla að fagna tímamótunum, miðvikudag...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Aðalsafnaðarfundur aðalsafnaðarfundur g
Fundir - mannfagnaðir
Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur...