Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg

Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður VG, ræddi um orð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Bylgjuna fyrr í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Benedikt m.a. að það hafi verið siðlaust af Alþingi að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun.

Katrín sagði Alþingi ekki geta setið undir þessum ummælum. „Ef þessi ummæli standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Það er spurning hvort að hæstvirtur ráðherra vilji nýta tækifæri núna  til þess að endurskoða þessa afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“

Benedikt sagði í svari sínu að honum fyndist leitt hversu miklu uppnámi orð hans í umræddu viðtali hafi valdið. „Sérstaklega því ég heyri í umræðum að menn virðast að mestu leyti efnislega sammála í málinu en umræðan snýst að mestu leyti um orðalag,“ sagði Benedikt.

Benti hann á orð Kolbeins Óttarssonar Proppé í viðtali við Fréttatímann fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar samgönguáætlunina „innantómt kosningaplagg“ og „hrein og klár svik“.

„Það er greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða sé til þess að nota stór orð. Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að horfa á aðdragandann,“ sagði Benedikt og benti á að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi.  „Í fjármálaáætlun var ekki svigrúm fyrir samgönguáætlun og þetta vissu menn.“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þá vitum við það“

„Þá vitum við það,“ sagði Katrín þegar hún kom aftur í pontu. „Ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa þá liggur það bara fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag heldur voru þetta mjög stór orð sem ráðherra lét falla og þá liggur bara fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti gagnvart Alþingi. En hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín.

Nefnir hún að í sama viðtali hafi Benedikt jafnframt sagt að á þeim tíma sem samgönguáætlun var samþykkt af „stjórnlausu þingi“ því það var engin ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem fjárlög voru samþykkt.

„Er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og ef ekki sé ríkisstjórn með meiri hluta á bak við sig sé Alþingi stjórnlaust? Er þá Alþingi undir stjórn núna? Og undir stjórn hvers?“ spurði Katrín.

„Drukknaði ég?“

Benedikt kom í pontu og sagði að aftur snerist umræðan um orðaval og þegar hann sagði stjórnlaust þing hefði hann frekar átt að segja ríkisstjórnarlaust þing. „Þarna var ég að vísa í að það var ekki starfandi ríkisstjórn með meirihluta. Þarna er aftur verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verði ljósari mörgum þingmönnum hefðu þeir hlustað á viðtalið,“ sagði Benedikt.

Sagði hann jafnframt mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. „Ég held að það  sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast eða gerist,“ sagði Benedikt og bætti við : „Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árekstri? Það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt.

Sakaði ráðherra um útúrsnúning

Síðar í óundirbúna fyrirspurnartímanum kom Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG í pontu. Þar sagði hann Benedikt hafa snúið úr orðum sínum í fyrrnefndu viðtali við Fréttatímann. 

„Ég talaði um það að þeir þingmenn sem samþykktu bæði samgönguáætlun og fjárlög hlytu að líta á samgönguáætlunina sem marklaust kosningaplagg," sagði Kolbeinn. „Þar af eru 11 þingmenn og þar af 3 samráðherrar hæstvirts ráðherra. Ég er betur alinn upp en svo að ég kalli þá ráðherra siðlausa þó ég skeyti atviksorðinu nánast þar á undan.“

Þegar að Benedikt kom næst í pontu sagði hann að honum þætti leitt að hafa „valdið þingmanni uppnámi með því að vitna í orð hans í þessu viðtali.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...