Setja upp 58 hleðslustöðvar í Reykjavík

Staðsetning hleðslustöðvanna í miðborginni.
Staðsetning hleðslustöðvanna í miðborginni. mynd/Reykjavík

Stefnt er að því að Reykjavíkurborg setji upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í miðborginni. Verður þetta fyrsta skref borgaryfirvalda í þá átt að ýta undir rafbílavæðingu hér á landi, en þegar hafa fyrirtæki eins og ON og N1 kynnt að þau ætli að setja upp fjölda hleðslustöðva víða um land. Þá hafa nokkur fyrirtæki einnig sett upp hleðslustöðvar.

Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir að hingað til hafi sveitarfélögin lítið verið að sinna því að koma upp slíkum stöðvum, en að Reykjavíkurborg hafi fengið 11 milljóna króna styrk frá orkusjóði til að fara í þessa uppbyggingu. Mun Reykjavíkurborg á móti leggja 11 milljónir til kaupa á þeim búnaði sem þarf. Væntanleg uppbygging borgarinnar verður nánar kynnt á fundi Samtaka iðnaðarins og SART um rafbílavæðingu á Grand hóteli á morgun klukkan 13.

Byrja í miðborginni og svo í starfsstöðvar borgarinnar

Hann segir að í fyrsta áfanga sé horft á þéttbýlasta svæði höfuðborgarinnar sem sé miðbærinn. Til að byrja með verður horft til að koma upp stöðvum í fimm bílastæðahúsum og á sjö stöðum við götustæði.

Næsta skref er að sögn Guðmundar væntanlega að horfa til þjónustustöðva og starfsstöðva borgarinnar. Þannig sé borgin að fara í orkuskipti á eigin bílaflota og þar sé rafmagnið einn valkosturinn. Segir hann að horft verði til sundlauga, bókasafna, þjónustumiðstöðva og annarra safna sem staðsetninga fyrir hleðslustöðvar í annarri atrennu verkefnisins.

Hröð þróun hleðslustöðva getur haft áhrif á fyrirkomulagið

Í framhaldinu verði horft til úthverfa, en Guðmundur segir að fylgjast þurfi vel með þróun mála í tengslum við hleðslustöðvar í þeim efnum. Bendir hann á að í dag séu venjulegar hleðslustöðvar á heimilum 10-16 ampera og það taki um 5-8 klukkustundir að fullhlaða einn bíl. Stöðvarnar sem verða settar upp í miðborginni verða aftur á móti 32 ampera sem kallar á 3-5 klukkustundir til að fullhlaða einn bíl.

ON er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa verið að setja ...
ON er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa verið að setja upp hleðslustöðvar undanfarið. mbl.is/Hallur Már Hallsson

Þær hraðhleðslustöðvar sem komið hefur verið upp hér á landi kalla á um 30 mínútna hleðslutíma, en erlendis eru komnar stöðvar þar sem hleðslan tekur ekki nema 12 mínútur. Þá segir Guðmundur að nýlega hafi bílaframleiðendur í Evrópu kynnt verkefni um að koma upp 350-400 kílówatta hleðslustöðvum, en það þýði að hleðslan á einni mínútu dugi í um 32 kílómetra akstur. Fyrir bíl sem kemst yfir 200 kílómetra, eins og margir nýrri rafbílar í dag, kallar það því á aðeins 7-8 mínútna hleðslu.

Guðmundur segir að með þessu áframhaldi sé mögulega ekki nauðsynlegt að koma upp hleðslustöðvum eins víða og áður var talið, heldur dugi svipuð hugmyndafræði og með olíustöðvar, enda sé hleðslutíminn alltaf að styttast. Hann tekur þó fram að þetta séu allt vangaveltur hjá sér og þróunin í þessum geira eigi eftir að leiða í ljós hvernig fyrirkomulag verði ofan á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sundföt
...
Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...