Vilja sjá um innleiðinguna

Vinnandi menn á Laugavegi.
Vinnandi menn á Laugavegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands sendi í gær, fyrir hönd allra aðila á vinnumarkaði, bæði hinum almenna og opinbera, erindi til Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra þess efnis, að aðilar vinnumarkaðarins taki að sér innleiðingu jafnlaunavottunar með gerð kjarasamnings.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið, að aðilar vinnumarkaðarins telji það líklegra til árangurs að semja um jafnlaunavottun í kjarasamningum, en fara einhverja „þvingunarleið í gegnum lagasetningu“.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hann tæki jákvætt í erindi aðila vinnumarkaðarins, enda væri þetta algjörlega í anda þess sem ráðuneytið stefndi að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »