Komst á tindinn eftir sjö tilraunir

Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað.
Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde Kaltenbrunner er sennilega frægasta núlifandi fjallgöngukona í heiminum. Hún varð heimsfræg í ágúst 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu tilraun og um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla fjórtán hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis. 

Gerlinde heldur erindi á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem hún er heiðursgestur. Þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands en í þetta sinn mun hún ekki hafa tíma til að ganga á fjöll. 

„Erindið verður aðallega um K2, annað hæsta fjall heims, sem ég reyndi sjö sinnum að klífa áður en ég komst á toppinn. Ég á í mjög sérstöku sambandi við fjallið sem er erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem ég hef klifið,“ segir Gerlinde. Hún ætlar að tala um hliðstæður fjallklifurs á öðrum sviðum lífsins til að veita fólki innblástur til að ná markmiðum sínum. 

Áhuginn þarf að koma frá hjartanu

„Mikilvægast er að vera gagntekinn áhuga, að finna áhugann koma frá hjartanu þannig að maður hafi metnað til að gera allt sem í manns valdi stendur til að ná markmiðinu. Á fjallinu þarftu líka að vera meðvitaður um áhættu. Stundum þurfti ég að hörfa til baka þegar aðeins hundrað metrar voru í tindinn, því ég vissi að ef ég héldi áfram þá sneri ég ekki til baka. Það þarf að hlusta á innsæið og hafa fulla meðvitund um líkama og hug til að taka næsta skref.“

Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil ...
Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil 7849 metra hæð. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde er austurrísk, fædd 1970, og er menntaður hjúkrunarfræðingur. Hún fékk fyrst áhuga á fjallgöngu á unga aldri þegar prestur í þorpinu tók upp á því að ganga reglulega með hóp af krökkum á fjöll. Síðan byrjaði hún á bergklifri og ísklifri og þá var ekki aftur snúið. 

„Fyrir mig var þetta svo heillandi, að klífa fjallið og finna fyrir líkamanum á meðan. Að finna náttúruna og vera tengd henni. Ég gat verið í augnablikinu og fann frelsistilfinningu. Þetta varð minn lífsstíll. Á mörgum leiðöngrum vorum við algjörlega ein, fjarri siðmenningu og þá lærist að maður þarf ekki mikið til að öðlast hamingju,“ segir Gerlinde þegar hún var spurð hvað hefði ýtt henni út í atvinnufjallklifur. 

Á leiðinni upp á tind K2.
Á leiðinni upp á tind K2. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Missti vin á K2

Að klífa hæstu fjöll heims er hættuleg íþrótt en fimmti hver maður sem reynir að komast á tind K2 lætur lífið. Eðli málsins samkvæmt hefur Gerlinde lent í ýmsu á löngum ferli. 

„Það voru nokkrar erfiðar uppákomur. Ein var þegar ég varð undir snjóflóði þegar ég lá inni í tjaldi í sex þúsund metra hæð. Það var eina augnablikið sem ég hugsaði um að hætta,“ segir Gerlinde.

„Hitt tók mig langan tíma að komast yfir. Þá missti ég góðan vin á K2 í sjöttu tilraun. Við vorum í um 8300 metra hæð og vildum komast á tindinn saman. Hann var rétt hjá mér en allt í einu missti hann jafnvægið og féll þúsund metra. Í fyrsta og eina skiptið í lífinu leið mér eins og ég hefði brugðist. Þarna hugsaði ég að fjallinu líkaði ekki við mig og ég var ekki viss hvort ég myndi snúa aftur.“

Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims.
Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...