Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp

Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar ...
Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar sem áform um los­un hafta voru kynnt. mbl.is/Golli

„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.

Sigurður segir hins vegar skrýtið að sjá að vogunarsjóðirnir hafi verið settir í fyrsta sæti en ekki almenningur. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Það hefði verið hægt að stíga þetta skref í dag án þess að semja við þá en með því er í raun verið að setja vogunarsjóðina í fyrsta sæti,“ segir Sigurður.

mbl.is - Öll fjármagnshöft afnumin

Bættu stöðu sína með því að fylgja ekki leikreglum

Með útboði Seðlabankans í júní í fyrra var sjóðunum sem eiga yfir hundrað milljarða í aflandskrónum boðið upp á tvo kosti. Annar var að taka þátt í útboðinu eða vera með fjármagn hér til langs tíma. Seðlabankinn samþykkti tilboð frá einum sjóði en aðrir skiluðu inn tilboðum sem þóttu ekki ásættanleg.

Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur nú verið samið við stærsta hluta eiganda þessara aflandskróna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri og er viðmiðunargengið í viðskiptunum 137,5 krónur fyrir evruna, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Sigurður segir að með þessu sé veðmál vogunarsjóðanna að ganga upp. „Þeir sem ákváðu að spila ekki eftir reglunum bættu í raun stöðu sína. Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra ...
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynntu afnám gjaldeyrishafta á fundi fyrr í dag. mbl.is/Golli

Aðstæður með besta móti 

Tilboð stjórnvalda til þessara vogunarsjóða í útboðinu í júní hljóðaði upp á 190 krónur fyrir evruna en nú er það 137 krónur. Sigurður segir það ekki góð skilaboð hjá stjórnvöldum að verðlauna þá sem ekki vilja fylgja leikreglunum. „Þessir aðilar hafa gengið mjög hart fram til dæmis með því að birta auglýsingar hér á landi rétt fyrir kosningar og höfðað mál hér á landi og erlendis. Lee Buchheit taldi það eindæmi að vogunarsjóðirnir beittu sér með þessum hætti,“ segir Sigurður.

Sigurður er afar jákvæður fyrir komandi tímum. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp en burtséð frá því þá er ég mjög ánægður með það að við skulum hafa fengið þessar fréttir í dag að það sé búið að afnema höft á almenning og atvinnulíf. Eins og ég hef bent á undanfarna daga hef ég talið aðstæður með besta móti núna og í rauninni ekki eftir neinu að bíða. Því fagna ég því að þessi skref hafi verið stigin í dag,“ segir Sigurður.

Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur.
Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Telur að krónan styrkist og vextir muni lækka 

Hvaða áhrif telur þá að afnám hafta hafi á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi?

„Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir fjárfestar myndu líta til Íslands í meira mæli. Höftin eru flókin fyrir utanaðkomandi aðila, auka á flækjustig og fæla þannig fjárfesta frá landinu. Þá kæmi mér það heldur ekki á óvart að krónan myndi styrkjast að öllu óbreyttu en svo á maður eftir að sjá hvað Seðlabankinn gerir varðandi vexti. Ég tel blasa við að það þurfi að lækka vexti til að bregðast við sífellt sterkari krónu,“ segir Sigurður. 

Hann segir ávöxtun hafa verið afar góða hér á landi undanfarið þar sem vextir hafa verið háir. „Fólk er ekki að fjárfesta erlendis því það fær svo góða vexti hér. Það laðar fólk til landsins og niðurstaðan er sterkari króna. Nú er búið að afnema höftin, vextirnir lækka líklegast og þar með kemst jafnvægi á krónuna og flæði fjármagns.“

Hvaða áhrif hefur afnám hafta á hinn almenna borgara?

„Hinn almenni borgari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyrir afnámi hafta til skamms tíma litið. Höftin kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífsgæði. Þau fæla í burtu fjárfesta og þar með uppbyggingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífsgæði með meiri fjárfestingum og vonandi öflugra atvinnulífi því samhliða.“

mbl.is

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...