Engin lífsýni fundust í meintu dýraníðsmáli

Engar fleiri vísbendingar hafa borist lögreglu.
Engar fleiri vísbendingar hafa borist lögreglu. mbl.is/Rax

Hvorki fundust nothæf fingraför né lífsýni úr manneskju við rannsókn lögreglu á meintu kynferðislegu dýraníði á tveimur hryssum í hesthúsi í Garðabæ. Engar ábendingar hafa borist lögreglu sem gætu nýst frekar við rannsókn málsins sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs. „Meðan við finnum ekkert meira er rannsókninni sjálfhætt,“ segir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi og stjórnandi rannsóknarinnar. 

Hryssurnar tvær voru rannsakaðar með plasthönskum þar sem leitað var eftir lífsýnum en engin nothæf fundust eins og fyrr segir.

„Við viljum hvetja fólk til að læsa hesthúsunum sínum,“ segir Helgi.  

Eig­end­ur hross­anna sem til­kynntu meinta kyn­ferðis­lega mis­notk­un á þeim fundu sleipi­efni, ol­í­ur og plast­hanska í hest­húsi sínu. Eng­ir áverk­ar fund­ust á hross­un­um en um­merki um kyn­ferðis­lega mis­notk­un fund­ust á að minnsta kosti tveim­ur hryss­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert