Flugferðirnar stundum í rússíbana

„Þá treysti ég flugmönnunum 100% og er aldrei hrædd,“ segir …
„Þá treysti ég flugmönnunum 100% og er aldrei hrædd,“ segir Auður Elva Vignisdóttir um starf sitt með þyrlusveit Gæslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Verkefnin í þyrlufluginu eru krefjandi, því oft erum við að sækja fólk sem er lífshættulega veikt og þarf að komast strax á sjúkrahús,“ segir Auður Elva Vignisdóttir sem er ein af sex læknum sem eru í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Hún munstraðist í þá áhöfn í október síðastliðnum að loknu æfingaferli.

Nærri lætur að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru þrjár og af gerðinni Super Puma, fari í sjúkraflug 100 sinnum á ári. Þá bætast við tíðar æfingar þar sem læknarnir, sem flestir starfa á bráðadeild Landspítalans, eru gjarnan með.

„Þegar nefnt var að koma í þyrlusveitina fannst mér tækifærið strax spennandi og sló til, en viðmiðið er að maður sé kominn með læknisreynslu og geti starfað undir miklu álagi,“ segir Auður Elva meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert