90% vildu afþakka frípóst

Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, ...
Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, auk dagblaða og tímarita. mbl.is/Rósa Braga

Samkvæmt núgildandi lögum um meðhöndlun úrgangs hefur Reykjavíkurborg ekki heimild til að veita bláu tunnuna gjaldfrjálst til íbúa. Þá virðist vera að ekkert innan núgildandi reglugerðar um póstdreifingu gefi Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum möguleika á að beita sér varðandi dreifingu fjöl- og frípósts.

„Samkvæmt regluverkinu er sveitarfélögum skylt að innheimta gjöld af íbúum í takt við þann kostnað sem bláa tunnan hefur í för með sér,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Mbl.is sagði í morgun frá hugmynd borgarbúa um að útgefendur eða dreifingaraðilar fjölpósts yrðu rukkaðir um „ruslagjald“ vegna pappírsrusls sem fylgir slíkum pósti. Í umsögnum um verkefnið á vefsíðu lýðræðisverkefnisins Hverfið mitt kom einnig fram að margir væru ósáttir við að dreifingaraðilar hundsuðu merkingar íbúa um að viðkomandi afþakkaði frípóst.

Eygerður Margrétardóttir.
Eygerður Margrétardóttir.

Að sögn Eygerðar framkvæmdi Reykjavíkurborg fyrir tveimur árum viðhorfskönnun um úrgangsmál meðal borgarbúa en þar var meðal annars spurt um viðhorf til fjöl- og frípósts. Í ljós kom að 90% svarenda afþökkuðu eða höfðu áhuga á að afþakka slíkan póst.

„Um 20% borgarbúa afþökkuðu fjölpóst og 70% sögðust hafa áhuga á að afþakka hann þannig að það voru í rauninni bara 10% sem vildu þiggja fjölpóst. Það er mikill vilji í samfélaginu til að afþakka þennan fjölpóst en þegar kemur að því að framkvæma virðist það vaxa fólki í augum eða vera flókið.“

Þarf ekki leyfi til að dreifa frípósti

Reykjavíkurborg hafði á þeim tíma áhuga á að gera eitthvað í þessum málum en viðhorfskönnunin var gerð í tengslum við vinnu um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

„Við fórum að skoða regluverkið og sáum að það þarf ekkert sérstakt leyfi til að dreifa frípósti eða dagblöðum en til að dreifa hefðbundnum pósti þarftu að fá leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun, sem fer með þessi lög um póstþjónustu en það er ekkert í þeim lögum sem skyldar aðila til að virða merkingar þar sem fólk afþakkar fjölpóst.“

Eygerður segir að starfshópurinn hafi kallað til sín tvo stærstu dreifingaraðila fjölpósts á Íslandi og að komið hafi í ljós að hvorugur aðilinn virti merkingar hins. Þá voru einnig dæmi þess að íbúar sem hefðu merkingar beggja fyrirtækja fengju samt fjölpóst, þá líklega frá þriðja aðila.

Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.
Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.

Upp kom sú hugmynd að Reykjavíkurborg gæfi út merkingar sem íbúar gætu nýtt til að afþakka allan fjölpóst en að sögn Eygerðar fékkst aldrei skýrt svar frá dreifingaraðilum um hvort þeir hygðust virða vilja íbúanna. Því varð ekkert úr hugmyndinni og vinnan féll í raun niður.

„Þetta er dálítið flókið mál. Ef regluverkið væri þannig að dreifingaraðilar þyrftu að virða vilja íbúa þá væri þetta betra og svo er líka spurning hvort það ætti að vera skylda að fá leyfi til að dreifa fjölpósti.“

Eins og staðan er í dag virðast sveitarfélögin því lítið geta gert til að koma til móts við íbúa sem þykir óréttlátt að þeir sitji uppi með kostnað sem hlýst af pappírsrusli af frípósti sem þeir hafa lítið sem ekkert val um að fá inn um bréfalúguna.

Eygerður segir það helst vera Póst- og fjarskiptastofnun sem gæti aðhafst í málinu en stofnunin heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/9, 1/...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...