„Ekki í fyrsta sinn sem aldan hrifsar“

Stærð öldunnar sem greip ferðamennina á mánudag sést vel á …
Stærð öldunnar sem greip ferðamennina á mánudag sést vel á þessari mynd. Ljósmynd/Þór Gíslason

„Skilti hafa ekki mikið að segja. Þau eru bara þarna og virðast ekki hafa fælingarmátt,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar um öryggi ferðamanna á Djúpalónssandi þar sem aðstæðum svipar til þeirra í Reynisfjöru. 

Greint var frá því á mbl.is í vikunni að ferðamenn hefðu komist í hann krappan á Djúpalónssandi þegar aldan hrifsaði þá til sín. Hún bar þá á sandrif sem kom í veg fyrir að illa færi.

Frétt mbl.is: Ferðamenn hætt komnir á Djúpalónssandi

Á staðnum er skilti sem varar við hættulegum öldum og snörpum dýptarbreytingum en Kristinn telur að meira þurfi. 

„Þjóðgarðurinn ásamt öðrum aðilum eru að skoða hvort hægt sé að auka öryggi ferðamanna með meiri upplýsingagjöf. Við óttumst að lenda í einhverjum sem við viljum ekki, það vill enginn lenda í því að missa fólk þarna,“ segir Kristinn í samtali við mbl.is. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alda hrifsar ferðamenn á Djúpalónssandi.“ 

Djúpalónssandur er ákaflega vinsæll ferðamannastaður. Umferðarteljari Vegagerðarinnar sem er í Staðarsveit á Snæfellsnesi sýnir að sumardagsumferð hefur aukist um 85% frá árinu 2013. Að neðan má sjá myndband frá Djúpalónssandi þar sem aldan teygir sig langt upp ströndina og fellir nokkra ferðamenn í leiðinni. 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert