Ofbeldismaðurinn handtekinn

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi í nótt. Ofbeldismaðurinn, karl á fimmtugsaldri, fór að heiman áður en lögregla kom á staðinn en fannst um klukkustund síðar. Hann er vistaður í fangaklefa lögreglunnar.

Lögreglan handtók mann á þrítugsaldri um hálfeitt í nótt fyrir akstur undinn áhrifum áfengis og fíkniefna í Kópavogi.

Lögreglumenn höfðu veitt bifreiðinni athygli vegna hraðaksturs og áður en aksturinn var stöðvaður hafði ökumaðurinn ekið tvisvar utan í vegrið. Ökumaðurinn harðneitaði allri samvinnu við lögreglu og varð að lokum að taka blóðsýni með valdi. Það gerist sem betur fer sjaldan, segir lögreglan. Ökumaðurinn var síðan látinn laus þegar hann hafði róast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert