Telja að bryggjan geti verið hættuleg

Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggju og fólk fylgist álengdar með. Sveitarstjóri …
Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggju og fólk fylgist álengdar með. Sveitarstjóri hefur áhyggjur af slysahættu á bryggjunni. Ljósmynd/Reykhólahreppur

„Sveitarfélagið hefur miklar áhyggjur af því að bryggjan í Flatey sé að brotna niður og geti verið hættuleg,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Hún segir að áhyggjum hafi ítrekað verið komið á framfæri við Vegagerðina, en góð hafnaraðstaða í Flatey sé hagsmunamál sveitarstjórnar, stjórnenda Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, íbúa í Flatey og þess mikla fjölda sem sæki eyjuna heim. Það einfaldi ekki málið að deilt sé um forræði yfir hafnarmannvirkjum og hver eigi að annast viðhald.

Framan við gamla frystihúsið í Flatey er steypt plan, en síðan kemur bryggjan í tveimur hlutum. Nær landi er gamli hluti bryggjunnar og er hann orðinn fúinn og lélegur, að sögn Ingibjargar, og er veiki hlekkurinn í þessum mannvirkjum. Hún þolir illa aukið álag sem fylgir nýrri og stærri ferju. Fremri hlutinn er nokkurra ára og einnig farinn að láta á sjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert