„Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel“

Skólakerfið kemur vel út miðað við önnur lönd.
Skólakerfið kemur vel út miðað við önnur lönd. mbl.is/Styrmir Kári

„Skólarnir á Íslandi eru fyrirmyndarstofnanir. Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel,“ segir Almar M. Halldórsson, sérfræðingur á Menntamálastofnun. Hann greindi frá niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar í tengslum við einkenni nemenda og skóla á fjórða og jafnframt síðasta fundi menntavísindasviðs Háskóla Íslands um PISA í dag. 

Í þessari samantekt á niðurstöðum PISA var sjónum beint að einkenni skólanna og hvað er ólíkt milli landa einkum út frá kennslu í náttúrufræði og hvað gerist innan skólastofunnar. Löndin voru borin saman við tiltekið fyrirmyndarskólakerfi OECD.

Niðurstaðan byggir á upplýsingum frá skólastjórnendum og nemendum þar sem meðal annars var rýnt í rekstur skólans, hlutfall kennara á nemendahóp, aga í tímum og skólabrag svo fátt eitt sé nefnt. Þetta miðar að því að finna út hverjar eru hindranir fyrir nemendur.  

Almar M. Halldórsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun.
Almar M. Halldórsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun. mbl.is/Eyþór Árnason

Nemandinn fær stuðning svo hann fylgi jafnöldrum

Af þeim tólf atriðum sem voru mæld komu íslenskir skólar heilt yfir mjög vel út, að sögn Almars. Nánast í öllum tilvikum koma Norðurlöndin vel út og Ísland kemur best út miðað við hin Norðurlöndin. Í því samhengi bendir hann á að hér tíðkast ekki að láta nemendur sitja sama bekkinn tvisvar heldur fær nemandinn stuðning við hæfi svo hann geti fylgt skólafélögum sínum ólíkt því sem er víða á hinum Norðurlöndunum.

Innan íslenska skólakerfisins er mikill jöfnuður og lítill breytileiki milli skóla. „Þó að einhver munur hafi verið milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni í niðurstöðum á PISA þá er hann mjög lítill og innan marka,“ segir Almar og bendir á að það sé ekki á miklu að græða að bera skóla saman. „Við ættum frekar að beita okkur fyrir miðlægum breytingum og leggja áherslu á frekari samvinnu til að ná enn betri árangri,“ segir hann.

Á Íslandi eru um 130 grunnskólar. Það er eins og lítið menntaumdæmi í öðrum löndum, að sögn Almars. 

Almar bendir á annað atriði sem kemur mjög vel út og er ekki síst mikilvægt en það er að hér er rík áhersla lögð á að skólarnir séu uppeldisstofnun sem leggi ekki eingöngu áherslu á góðan námsárangur og einkunnir á blaði. „Það er mikill vilji til að sinna nemendum vel og skólar leggja metnað í marga hluti eins og að láta nemendum líða vel. Í öðrum löndum hefur áherslan verið að færast yfir á þetta,“ segir Almar.

Kennslu í náttúrufræði þarf að bæta í íslenskum grunnskólum.
Kennslu í náttúrufræði þarf að bæta í íslenskum grunnskólum. mbl.is/Eggert

Minni stýring nemenda  

Hér á landi velja nemendur hvaða leið þeir vilja fara í námi við 16 ára aldur. Í mörgum öðrum löndum einkum í Mið-Evrópu er nemendum beint inn á ákveðnar brautir í námi mjög snemma. Þetta er ekki talið gott fyrir nemendur og kemur íslenskt kerfi vel út miðað við þetta atriði.

Hins vegar kemur Ísland ekki vel út ef litið er til endurmenntunar kennara sem er ekki nægjanlega mikil, samkvæmt skýrslunni.

Annar þáttur sem kemur ekki vel út er náttúrufræðikennsla. Íslenskir nemendur hafa komið illa út úr náttúrulæsi í PISA. Tvennt er nefnt sem gæti haft áhrif á gengi nemenda, annars vegar eru fáir grunnskólakennarar með háskólagráðu í vísindum og hins vegar er aðstaða í skólastofunum til kennslu í náttúruvísindum ekki nægjanleg góð. Þetta var nefnt sem hindrun fyrir nemendur svo þeir gætu náð árangri. 

Í þessu samhengi bendir Almar á að lítill vilji hafi verið hjá stjórnvöldum til að leggja fé til að bæta búnað til að kenna náttúruvísindi og leggja áherslu á menntun kennara í náttúruvísindum.

Þrátt fyrir þetta bendir Almar á að fátt virðist vera í íslensku skólakerfi sem ætti að hindra að nemendur komi vel út úr því læsi sem er kannað með PISA.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »

Hefring náð samkomulagi um fjármögnun

18:15 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Meira »

Níu sveitarfélög kæra Skipulagsstofnun

17:45 Níu sveitarfélög hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta eru sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Meira »

Diamond Beach er víða

17:15 Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd. Meira »

Færri ferðast til útlanda í ár

16:57 Alls 40% landsmanna kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan í sumarfríinu þetta árið, 38% kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands og 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Meira »

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

16:15 Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.   Meira »

Pólverjar draga framsalsbeiðni til baka

15:30 „Málið er bara í þeirri meðferð sem það á að sæta lögum samkvæmt og það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um Euro-Market-málið svokallaða, sem lögmaður meints höfuðpaurs segir „orðið að engu“. Meira »

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

15:29 Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð. Meira »

Tvö smit staðfest til viðbótar

15:15 Sýking tveggja barna til viðbótar af E.coli var staðfest í dag. Börnin eru tveggja og ellefu ára gömul og höfðu bæði neytt íss í Efstadal II fyrir 4. júlí. Meira »

Rúta festist í Steinholtsá

14:57 Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ratcliffe bætir við sig jörðum

14:33 Bóndi í Þistilfirði segir kaup fjárfestingafélagsins Sólarsala ehf. á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, vera afar slæm tíðindi. Segir hann að um mikla óheillaþróun sé að ræða og að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur fyrir kaupin. Meira »

Aflinn dregist saman um þriðjung

14:26 Íslensk fiskiskip lönduðu 31,7 tonnum af afla í júní, eða heilum þriðjungi minna en á sama tíma í fyrra.  Meira »
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...